Morgunn - 01.06.1943, Blaðsíða 22
16
MORGUNN
hluta Lundúnaborgar, í húsi, sem miðillinn hafði aldrei
áður stigið fæti í, og fólkið, sem hann hélt fundinn fyrir,
var honum algerlega ókunnugt. Maður nokkur, að nafni
Leon Isaacs, hafði verið beðinn um að koma á fundinn og
taka myndir við „infra“-rautt ljós, af þeim fyrirbrigð-
um, sem fram kynnu að koma og hægt yrði að taka myndir
af. Hann lenti á síðasta augnabliki í hálfgerðum vandræð-
um með að koma ljósmyndatækjum sínum á fundarstað-
inn. Hann var kunnugur ,,Cassandra“, sem átti bíl, og bað
hann því að aka fyrir sig tækjunum á fundarstaðinn. Þessi
var öll ástæðan fyrir því, að „Cassandra“ sat þenna fund.
Hann hafði engan veginn ætlað sér neitt slíkt og bjóst
sízt við merkilegum hlutum, er þangað var komið.
Greininni í DAILY MIRROR fylgdi mynd, sem tekin
var á fundinum, og sýnir miðilinn sofandi og bundinn í
stól, en rúmlega 40 punda þungt borð svífur í lausu lofti
og bækurnar, sem verið höfðu á því, fljúga um herbergið.
Nafnið á greininni er þetta: „Cassandra lendir á furðu-
legan miðilsfund“, og er greinin á þessa leið:
„Ég fullyrði, að enginn núlifandi blaðamaður sé meiri
efasemdarmaður á fyrirbrigði spiritismans en ég. Ég hefi
enga tilhneiging til að fást við slíka hluti, ég er ákafur,
fyrir fram sannfærður afneitandi með takmarkalausa
hæfileika til þess að gera gys að hinu óþekkta.
Að minnsta kosti var ég þannig þangað til á laugardag-
inn var.1)
En þá varð ég fyrir skyndilegu, snöggu og ógeðfelldu
áfalli, sem rak flest af mínum eftirlætis háðbrosum út úr
augnatóptunum á mér.
Hugsið ykkur, að þið séuð komin inn í lítið, viðhafnar-
laust herbergi. í einu horninu er radio-grammofónn,
hringur af stólum er í miðju herberginu og armstóll í
öðrum endanum.
H. u. b. tylft af fólki raðaði sér í stólana. Ég vona, að
1) Leturbr. hýð.