Morgunn - 01.06.1943, Blaðsíða 45
MORGUNN
39
að vefengja. Og í öðru lagi vegna þess, að mér er hægt að
birta nöfn hlutaðeigenda og sérhvað það, er málið varðar,
staðfest af mörgum vottum“.
„Athugun á staðreyndum þeim, sem hér hefir verið sagt
frá, sýnir og sannar, að dulrænum skynhæfileikum frú
Morel reynist kleift að greina satt og rétt frá afdrifum
horfins manns, sem engum var þá ljóst, hver orðið hefðu.
Þetta sannar, að þekking á þessu gat ekki verið sogin úr
vitund eða dagvitund neins Hfandi manns, af þeirri ein-
földu ástæðu, að hún var þar ekki til“.
„Þá skal og vakin athygli á því“, segir dr. Osty enn-
fremur, „og ég legg áherzlu á það, að umgetinn trefill,
sem tekinn var úr klæðaskápi M. Lerasle, en ekki af líki
hans, gerir frú Morel unnt að greina frá afdrifum hins
látna og síðustu ævistundum hans og mér blandast ekki
hugur um það, að með þessum hætti hefði verið unnt að
fá réttar og sannar lýsingar á fjölda mörgum atriðum
öðrum úr lífi M. Lerasle, án nokkurs tillits til þess, hvort
þekking á þeim hefði .verið til í vitund lifandi manns. Ég
staðhæfi þetta sökum þess, að ég hefi hlotið óvefengjan-
legar sannanir fyrir slíku við rannsóknir mínar á hlið-
stæðum atvikum".
„Enn fremur vil ég benda á, að nærvera einhvers af vin-
um eða vandamönnum hins látna hefði komið að nákvæm-
lega sama gagni og hlutur sá, sem frú Morel var látin
snerta. Athuganir mínar og rannsóknir á starfsháttum
undursamlegra skynhæfileika mannlegs vitundarlífs hafa
sannfært mig um þetta, og þá einnig það, að hlutir þeir,
sem einatt eru notaðir við slíkar eða hliðstæðar tilraunir,
eru að eins tenglar eða sambandsliðir, er staðbinda greini-
orku dulrænna skynhæfileika við persónu þá, sem leitað
er vitneskju um. Þetta afsannar um leið, að þekking sú,
sem kemur fram við slíkar og hliðstæðar tilraunir, verði
skýrð með skírskotun til þess, að hlutirnir skrái myndir
einstakra viðburða og skili þeim yfir í undirvitund hinna
sálrænu móttakenda, þegar sérstök skilyrði séu fyrir