Morgunn - 01.06.1943, Blaðsíða 53
MORGUNN
47
því að annars var hann vanur að ráðgast við Guðríði konu
sína um hvað, sem var. Þá er hann sagði henni frá þess-
um samningi, varð henni bylt við, og bað hann að fá hon-
um brugðið, sér segði þunglega hugur um þessi kaup.
Hann vildi ekki bregða orðum sínum fyrir nokkurn mun,
og fór hann eigi að ráðum hennar í þessu . . . Daginn, sem
von var á folanum, hlakkaði Stefán mjög til að sjá hann,
og lét í ljós óvenjulegt bráðlæti. Folinn kom á réttum
tíma. Hann var mjög fallegur, hvítur að lit, nema eyrun
og höfuðið að ofan og svo taglið, þar var hann svartur-
Hann hét Höttur. Hafði Stefán hann síðan fyrir reiðhest
ásamt Hvítingi, og var hann góður hestur, en þó var Hvít-
ingur enn fótliðugri. Hélt Stefán jafnt upp á báða hest-
ana, en Guðríður mátti aldrei sjá Hött. Kæmi hann heim
á hlaðið með öðrum hestum, þá bað hún að leiða hann
þangað, sem hún hefði hann ekki fyrir augum. Sagði hún,
að í hvert sinn, sem hún sæi hann, leggðist eitthvað illt í
sig, án þess hún skildi neitt í því. Hugboð hennar rættist.
Maður hennar drukknaði af Hetti í ósi þeim, er Stóriós
heitir, milli Auðsholts og Unnarholts. Þar er tæpt vað.
Var ætlað, að Höttur hefði misst fóta og steypzt í hylinn.
Um þetta sagði Guðríður: „Það var lengi hugboð mitt, að
Höttur mundi að slysi verða. Hvítingur hefði komizt þetta
slysalaust. En dregst til þess, sem verða vill“.
Það hafði Guðríður oft sagt, að aldrei gæti hún gert sér
grein fyrir hvernig á því stæði, að hugur segði henni eitt
eða annað. En hugboð hennar kom jafnan fram“.
Br. Jónss. Dulrænar smásög’ur. Bess. 1907.
LÆKNISHJÁLP FRÁ LÁTNUM LÆKNI?
Að ekki sé það alveg glænýtt fyrirbrigði, að fólk telji
sig fá læknishjálp frá látnum mönnum sýnir þessi frá-
sögn frk. Ingibjargar Skaptadóttur, en hún hafði eftir
sögn Skapta sjálfs, föður síns: