Morgunn - 01.06.1943, Blaðsíða 77
MORGUNN
71
í rúminu. I miðju erindi mínu fylltust augu mín tárum og
röddin brást mér. Ég sneri mér að 'fundarstjóranum og
sagði: „Ég veit ekki, hvað að mér er, en þér verðið að
halda samkomunni áfram“. Ég settist út í horn á ræðu-
pallinum, lokaði minni ytri skynjun og opnaði hina innri.
Ég sá þá föður minn og heyrði hann segja við mig: „Ernie,
ég er laus!“ Ég stóð nú upp, ávarpaði áheyrendurna og
sagði: „Vinir mínir, faðir minn er kominn inn í anda-
heiminn. Ég verð að fara heim strax til þess að vera hjá
móður minni, ég ætla að ná í miðnæturlestina“. Þegar
þetta gerðist vantaði klukkuna tuttugu mínútur í tíu. Ég
fékk engar aðrar bendingar, en ég hefði ekki verið sann-
færðari um að faðir minn væri andaður, þótt ég hefði
fengið tíu símskeyti um það. Ég finn það á mér, þegar
orðsendingarnar eru vafalausar. Læknirinn hafði ekkert
um það sagt, að faðir minn ætti skammt eftir ólifað, þvert
á móti. Þegar ég kom heim um morguninn kl. 6, kom
bróðir minn til dyra. „Guð komi til“, sagði hann, „við ætl-
uðum að fara að síma til þín“. „Hvað var klukkan, þegar
hann andaðist?“ spurði ég. „Hún var hálf tíu“, svaraði
hann. Tíu mínútum síðar var hann kominn til Sheffield,
að eins tíu mínútum eftir viðskilnaðinn.
Minnist þess, að bæði F. B. Chadwick, sem ég sagði áð-
an frá, og faðir minn voru þaulkunnugir andasambandi.
Látið yður ekki koma til hugar, að allir geti það, sem þeir
gátu. Ég geri mér í hugarlund, að um leið og hann fór úr
jarðneska líkamanum, til að hverfa inn í andaheiminn,
hafi hann ákveðið, að gera mér aðvart um, hvernig komið
væri, því að hann þekkti aðferðina. Hugsið ekki, að allir
geti framkvæmt slíkt svo skömmu eftir viðskilnaðinn við
líkamann. Sumir vei’ða að bíða árum saman, unz þeim
verður slíkt samband mögulegt.
Á fyrstu rannsóknáárum mínum mynduðum við til-
raunahring heima, fjölskyldan var fjölmenn og mjög sál-
ræn. Allir bræður mínir og systur höfðu einhverja sál-
ræna hæfileika. Ég hefi engan betri líkamningamiðil þekkt