Morgunn - 01.06.1943, Blaðsíða 117
Hollasfta skemmftunin
er leslur góðrar bókar.
Eigið þér eftirtaldar bækur?
1. Barðstrendingabók. Þar er lýst í lesmáli og myndum
einni af fegurstu sýslum landsins, sem áður hefir verið
allt of lítið kunn. í bókina ritar fjöldi manns, en auk
þess er hún skreytt 64 heilsíðumyndum af fegurstu
stöðum í sýslunni og mörgum mannamyndum. Þetta
er hentug tækifærisgjöf handa bókamönnum.
2. Þessa dagana er að koma út 2. hefti af Samtíð og saga.
Rit þetta er gefið út að tilhlutun Háskóla Islands og
birtir ýmis fræðandi erindi eftir prófessora Háskólans.
1 þessu hefti eru t.d. Þjórsdælir hinir fornu, eftir dr.
Jón Steffensen. Framfarir og breytingar í lyflæknis-
fræði síðustu 30—40 ár, eftir dr. Jón H. Sigurðsson.
Kristileg messa, eftir Sigurð Einarsson dósent. Isleifur
Gissurarson, eftir próf. Ásmund Guðmundss. Ást, eftir
próf. Guðm. Finnbogason. Hvernig lærði frummaður-
inn að tala, eftir próf. Alexander Jóhannesson. Skír-
dagskvöld eftir próf. Ásmund Guðmundss., og Afbrot,
eftir próf. Isleif Árnason. — Upplag þessa ritsafns er
ekki mikið, svo menn ættu ekki að draga að kaupa það.
3. Nú eru að koma út tvær bækur eftir Sigurð Magnús-
son prófessor, fyrrum yfirlækni á Vífilsstöðum. Heitir
önnur þeirra Þættir um líf og leiðir, en hin Hreiðar
heimski. Mun margur hafa gaman af að kynnast þeirri
hlið Sigurðar, sem áður hafa þekkt hann sem athafna-
mann á sviði læknisfræðinnar.
Bókaverzlun Isafoldarprentsmiðju.