Morgunn


Morgunn - 01.12.1946, Side 3

Morgunn - 01.12.1946, Side 3
MORGUNN 73 Fundur spíritista á Norðurlöndum. haldinn í Kaupmannahöfn haustið 1946. Fundarboð og fundarsókn. Dagana 1.—6 september síðastliðinn var háður í Kaup- mannahöfn fundur spiritista á Norðurlöndum. Til fundar- ins boðaði „Köbenhavns Spiritist Alliance“, sem er sam- band hinna mörgu hópa eða safnaða spíritista í Kaup- mannahöfn. Forseti þessa sambands er Alfred Nielsen, aldraður maður, sem hefir um mjög langt skeið staðið í fylkingarbrjósti hreyfingarinnar í Kaupmannahöfn, ritað allmargar bækur og smærri rit um málefnið og stýrir litlu félagsblaði, ,,Budbringeren“, sem gefið er út á vegum spíritista þar i borg. — En hvatamaður mótsins og lífið og sálin í störfum þess var hinn kunni og stórmerki miðill, Einar Nielsen. Heimili hans stóð opið öllum gestum móts- ins. Hann hafði boð inni hvað eftir annað. Þar voru háðir hinir fámennari umræðufundir, og þar voru haldnir aliir merkustu miðilsfundirnir á vegum mótsins. Svo hafði verið til ætlast, að þátttaka í mótinu fengist frá öllum Norðurlöndum. Þó fór svo, að frá Noregi kom enginn fulltrúi. Virðist málefnið skorta forustu þar í landi, síðan hinn merki oddviti þess, Bengt Thorstenson, leið. — Frá hinum löndunum öllum komu fulltrúar, þó aðeins væri einn frá hvoru, Islandi og Finnlandi. Frá Svíþjóð komu tæpur tugur gesta. Hafði þó verið gert ráð fyrir meiri þátttöku þaðan, en forföll bönnuðu á siðustu stundu. Danir voru fjölmennastir á mótinu.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.