Morgunn - 01.12.1946, Qupperneq 4
74
MORGUNN
Gestir mótsins, sem ástæða þykir til að greina í þessu
máli, voru:
Frá Dönum: Alfred Nielsen, forseti Köbenhavns Spiritist
Alliance, miðillinn Einar Nielsen, varaforseti, Carl Villum-
sen, ritari, leiðtogi miðilsins Einars Nielsens, Rigmor
Zepper, gjaldkeri. 1 mótnefnd: Paul Mullertz, Olaf Langdal
og Emelie Nielsen, miðill, kona forsetans Alfred Nielsen,
miðillinn Anna Melloni, öll búsett í Kaupmannahöfn. Enn
fremur frú Dorothea Christensen miðill frá Álaborg. Þetta
fólk tók allt meira og minna virkan þátt í störfum fundar-
ins. Auk þess sótti fundinn margt áhugamanna utan Kaup-
mannahafnar.
Frá Svíþjóð: Séra Martin Liljéblad frá Helsingborg, Har-
ald Ahlgren framkvæmdastjóri frá Stokkhólmi og kona
hans Carin, Ernst Broberg raddmiðill frá Stokkhólmi og
leiðtogi hans, Charles Aldor, Lindemark verkfræðingur,
formaður Spritualist Forening í Stokkhólmi, prófessorsfrú
Eva Hilström, P. G. Ahlström kaupmaður, Carin Strand-
berg miðill, öll frá Stokkhólmi. Lílcamningamiðillinn B.
Zenoff frá Linköbing hafði ráðgert að koma og halda tvo
fundi, er varð forfallaður á síðustu stundu.
Frá Finnlandi kom frú Helmi Krohn rithöfundur, öldruð
kona.
Frá Islandi kom Jónas Þorbergsson útvarpsstjóri.
Tilhögun mótsins.
Um starfstilhögun var mót þetta tvíþátta. Annars veg-
ar samkomur opnar almenningi, hins vegar fundir með
miðlum og þá seldur aðgangur. Komust færri en vildu á
þá fundi. Mótið var sett með hátíðlegri messugerð í
Handels- og Kontoristforeningens Festsal sunnudagsmorg-
uninn 1. sept. kl. 10. Forsetinn setti mótið með ræðu, þar
sem hann bauð gesti velkomna, sérstaklega þá, er sóttu
erlendis frá. Hann minntist og þriggja látinna leiðtoga,
Norðmannsins Bengt Thorstenson, Svíans Oscar Busch,
ritstjóra spíritistablaðsins „Efterát“, og Islendingsins Har-