Morgunn


Morgunn - 01.12.1946, Page 6

Morgunn - 01.12.1946, Page 6
76 MÖRGUNN umsen stjórnaði umræðunum, sem voru fjörugar og komu víða niður. Það var samhuga álit allra, sem tóku til máls, að enda þótt margar samverkandi aðferðir væru nauð- synlegar til þess að kynna spíritismann, ávinna honum skilning, samúð og fylgi, þá gæti hreyfingin ekki átt sér langa framtíð sem lifandi málefni án starfs miðlanna og sífeldrar þjálfunar nýrra miðla. Sókn efnishyggjunnar í öllu vísindastarfi og athafnalífi mannanna er sterk og ó- vægileg, og má telja að hún móti líf einstaklinga og heilla þjóða. Kirkjan, sem öldum saman hefir leitast við að hamla upp á móti, veitir að vísu fró og fullnægju mörgum þeim, sem þegar hafa öðlast einlæga og óskilorðsbundna trú. Hin- ir, sem ganga með Tómasareðlið í vitund sinni, eru þó langt um fleiri. Áþreifanlegar, óvéfengjanlegar sannanir fyrir framlífinu geta hjálpað þessum mönnum, bæði lærðum og leikum. Þess vegna getur starf miðla og spíritisminn, hófsamlega og samvizkusamlega ástundaður, orðið mönn- um ómetanleg hjálp og greitt veg kirkjunnar í viðleitni hennar að hverfa hugum manna, ekki frá hversdagsleg- um athöfnum og nauðsynjum þessa lífs, heldur til æðri skilnings á gildi þessa lífs einnig fyrir hið tilkomanda. Þess vegna þarf að mæta Tómasareðlinu með réttum aðferð- um: sönnunum fyrir framhaldslífinu og aftur sönnunum. Um þetta voru allir á einu máli. Hins vegar varð Ijóst við þessar umræður ýmis konar munur á kennisetningum, blæ og stefnu hreyfingarinnar á Norðurlöndum, og verður nánar minnzt á það síðar í þessu máli. 1 lok samkomunnar las söngkonan Aase Wallenström snilldarvel kvæðið „Svanirnir fimm“, tileinkað Norðurlöndum, eftir Seedorff Pedersen. Fánar landanna, sem áttu fulltrúa á fundinum, prýddu fundarsalina. Tvær almennar samkomur voru haldnar síðar í vikunni, á mánudag og miðvikudag. Þar fluttu hinir erlendu gestir frá Svíþjóð og Finnlandi erindi um reynslu sína og um hreyfingu spíritismans í löndum sínum. Einkum voru

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.