Morgunn


Morgunn - 01.12.1946, Side 7

Morgunn - 01.12.1946, Side 7
MORGUNN 77 fróðleg erindi Harald Ahlgren og Ernst Broberg. H. Ahl- gren sagði frá för þeirra hjóna til Englands árið 1939, en þangað fóru þau og dvöldust þar um mánaðartíma til þess að kynnast enskum miðlum. — Ernst Broberg sagði frá skyggni sinni og reynslu frá barndómi. Hann hélt því fram, að hann væri og hefði jafnan verið skyggn á núttru- anda, svo sem blómálfa, heimilisálfa o. s. frv. Á þessum fundum fóru fram skyggnilýsingar þeirra Einars Nielsen og Emilie Nielsen. Þessar tvær siðari almennu samkomur fóru fram í Dan- ielskirkjunni við Dosseringen, en þá kirkju eiga spíritistar í Kaupmannahöfn. Miðvikudagssamkoman var hin síðari almenna samkoma, og að henni lokinni var erlendum gest- um og starfsliði fundarins boðið til kaffidrykkju í kjallara- sal kirkjunnar. Þar voru flutt stutt lcveðjuávörp, og tóku margir hinna erlendu gesta til máls. Þökkuðu þeir Dönum ástúðlegar móttökur og allan fyrirbeina. En Danir þökk- uðu norrænum frændum sínum komuna og óskuðu þeim fararheilla, þjóðum þeirra blessunar og sameiginlegu mál- efni allra viðstaddra góðs gengis á komandi árum. Hér vil eg segja það, að eg var mjög snortinn af þeim einlæga bróðuranda, sem ríkti á þessu móti. Má svo til orða talca, að hver vildi þar annan að sér vefja. Þetta var mér aukin sönnun þess, sem ég hafði áður vitað, að spíritisminn er sannur farvegur kærleikans á þessari jörð. Tilfinning spíritista fyrir samskiptum og samfélagi er ekki bundin við hverful augnablik daglegs lífs, né heldur við jarðlífið sjálft. Hún á sér ríka framvissu. Þeir, sem í dag kveðjast, vita með vissu, að lokinn fundur verður aldrei hinn síðasti. Fundir með miðlum. Samhliða hinum almennu fundum mótsins og öðrum fámennari fóru fram fundir með miðlum fimm daga eða frá mánudegi til föstudags. Þó fórust fyrir fundir tveggja miðla vegna sjúkdóms og forfalla, en það voru miðlarnir

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.