Morgunn


Morgunn - 01.12.1946, Page 8

Morgunn - 01.12.1946, Page 8
78 M O R G U N N Berndt Zenoff, líkamningamiðill frá Linköbing í Svíþjóð, og skyggnimiðillinn frú Mimi Severensen, Maglekildevej 16 í Kaupmannahöfn. Þessir miðlar störfuðu í sambandi við mótið: Einar Nielsen, Jul. Thomsensgade 20 Khöfn, líkamninga- og skyggnimiðill, Ernst Broberg, raddmiðill frá Stokkhólmi, frú Anna Melloni, Soborghusallé 4 Khöfn, Telikinesemiðill, þ. e. hreyfingar og hljóðmerki, og Eimilie Nielsen, skyggnimiðill, Ravnsborggade 6 Khöfn. Skal þess nú freistað að segja nokkuðr frá miðlum þessum og því, sem fram kom á fundum þeirra, að því leyti sem eg átti kost þess að kynnast því af eigin raun. Miðittinn Emilie Nielsen. Frú Emilie Nielsen er kunnur miðill í Danmörku. Hún er nú nokkuð við aldur og á langan starfsferil að baki. Hún er ,,trance“- og skyggnimiðill. Skyggnilýsingar hennar á hinum almennu samkomum virtust merkilegar, ef það má ráða af undirtektum fólksins, sem lýsingarnar fékk, víðs vegar um salinn. Um það get eg þó ekki frekar borið. Eg var á einkafundi hjá þessari konu. Mjög fátt af því, sem eg fékk þar, var verulega sannfærandi. Og þegar eg bar þann fund saman við aðra fundi, sem eg hefi átt kost á hjá miðlunum Andrési Böðvarssyni Guðrúnu Guðmunds- dóttur frá Berjanesi og Hafsteini Björnssyni, þá þótti mér ekki mikið til hans koma. 1 þessu getur þó sízt falist neinn dómur um miðilshæfileika frú Nielsen, en hún er, eins og áður var sagt, mjög kunn í Danmörku fyrir starf sitt. -Miðillinn Anna Melloni. Fyrirbærin, sem gerast hjá þessum miðli, nefnast á út- lendu máli „Telikinese", en það eru hreyfingar, ,högg og hljóðmerki. Frú Melloni mun vera um eða lítið yfir fimmt- ugt. Hún er ekki einungis kunn í Danmörku, heldur miklu víðar, því hún hefir, ásamt eiginmanni sínum, ferðast tals- vert og fyrirbærin verið rannsökuð af vísindamönnum, sem hafa vottað það, að þau gætu ekki orðið skýrð út frá veitt. Síðan biður hann um að lóðin í lokuðum glerkassan-

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.