Morgunn


Morgunn - 01.12.1946, Page 9

Morgunn - 01.12.1946, Page 9
MORGUNN 79 gerð, að þau hjón tækju sér bráðlega ferð á hendur til Kaliforníu í þeim sömu erindagerðum. Vitmunavera sú, sem telur sig orsaka fyrirbærin, nefn- ist „Dr. Lazarus“ og kveðst hafa verið uppi um 1780 fyrir Krists burð. Þegar er frú Melloni var barn að aldri, tóku að gerast í návist hennar ýmis fyrirbæri, högg og hreyf- ingar. Átíi þetta, eins og oft vill verða, lítilli aufúsu að mæta frá hendi vandamanna hennar. En fyrirbærin héld- ust og fóru í vöxt. Fyrir atbeina eiginmanns hennar var fyrirbærunum beint i ákveðna rás þannig, að þau gætu sizt orðið véfengd. Fer hér á eftir stutt lýsing á fundi, þar sem eg var meðal gesta. Gestir eru fjórir. Við sitjum við þungt og viðamikið borð. Fundm’ fer fram við fulla dagsbirtu. Þess er vand- lega gætt, að enginn hreyfi borðið meðan fyrirbærin ger- ast. Á borðinu eru tvö tæki, sérstaklega gerð vegna fyrir- bæranna. 1 fyrsta lagi tilluktur glerkassi. Á botni kass- ans eru markaðir hringir og þverstrik. Niður úr loki kassans hanga tvö lóð á strengjum, og eru lóðin fast nið- ur við botn kassans, en geta þó hreyfst og sveiflast til, eins og pendúll í klukku, eða í hring, án þess að snerta botn kassans. — 1 öðru lagi stendur á borðinu lítil, borð- mynduð fjöl, um það bil fet á lengd og þrír fjórðu fets á breidd. Hún er alsett litlum raflömpum, ýmislega litum. Við hvern lampa stendur fjaðurmynduð vogstöng með lóði á endanum. Sumum vogstöngunum er komið fyrir láréttum. Lamparnir og tilheyrandi vogstengur eru auð- hennd með tölum. Rafmagnsleiðslu er komið fyrir í tæk- inu og þannig stillt til, að ef stengurnar sveiflast nægi- lega mikið, myndast samband, svo að ljós kviknar á lömpunum. Húsbóndinn hefir orð fyrir gestum og talar við Dr. Laz- nrus, sem svarar með höggmerkjum í stofuborðið, mjög greinilegum. Húsbóndinn biður fyrst um eftirlíkingu á til- teknum hljóðum, sagarhljóði, hefilshljóði o.s.frv. og er það veitt. Síðan biður hann um að lóðin í lokuðum glerkassan-

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.