Morgunn


Morgunn - 01.12.1946, Page 10

Morgunn - 01.12.1946, Page 10
80 MORGUNN um séu hreyfð, fyrst annað, síðan hitt. Allt gengur eftir því, sem um er beðið. Þar næst biður hann um að tiltek- inn lampi á litla borðinu sé látinn lýsa, og vogarstöngin tekur að sveiflast, ofur hægt fyrst, en hreyfingin eykst, unz samband myndast og á lampanum kviknar. óskum gestanna í þessu efni er fullnægt, ekki siður en húsbónd- ans, og sífellt er skift um lampa, eftir því sem um er beðið. Húsbóndinn spyr Dr. Lazarus, hvort hann muni geta leikið á hljóðfærið núna. Hann vill reyna. Hljóð- færið er margstrengjað (Zitar). Hann lætur það undir borðið, þar sem fætur fundarmanna ná ekki til. Eftir litla stund heyrist brakhljóð slíkt, sem verður, er strengir þessa hljóðfæris eru stilltir. Þar næst er gripið í streng og síð- an 1 annan. Húsbóndinn spyr, hvort hann geti strokið yfir alla strengina. Alllöng stund líður, unz strokið er kröftug- lega yfir alla strengina og þeir óma samtímis. — Síðan grípur frú Melloni blýant og tekur að skrifa. Hún byrj- ar neðst á blaði og skrifar afarhratt upp eftir því. Engin leið er að ráða í, hvað á blaðið kemur. Dr. Lazarus skrif- ar spegilskrift. Þegar við berum hin skrifuðu blöð upp við birtuna, getum við lesið gegnum þau. Þannig rabbar Dr. Lazarus við okkur góða stund og svarar spurningum okkar, og við fáurn öll með okkur skrifuð blöð. Síðan kveðjum við Dr. Lazarus og hin alúðlegu hjón og þökkum fyrir góða skemmtun. MiSiTlinn Ernst Bröberg. Eins og fyrr var sagt, kveðst Emst Broberg hafa verið skyggn frá barnæsku. Skyggni hans er ekki einungis sú hin nokkuð algenga, að menn sjái svipi og framliðna menn. Hann telur sig einnig skyggnan á náttúruanda ýmis kon- ar. Verður hér hvorugt gert, að rengja það né staðfesta. Maðurinn býður af sér afargóðan þokka, og enginn, sem tekur í hönd hans og horfir í augu hans, getur hneigst til að trúa því, að hann sé maður óheill og fari með ósann- indi. Félagi hans, Charles Aldor, hefir verið leiðtogi hans J

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.