Morgunn - 01.12.1946, Síða 11
MORGUNN
81
og verndari. Miðilshæfileikar Brobergs hafa beinst að
flutningi beinna radda. Skal nú hér lýst fundi, þar sem ég
var einn gestanna. Nauðsynlegt er að geta þess, að eg sat
í ytri hring og hiö næsta mér sátu kona Þórbergs Þórðar-
sonar, rithöfundar, Margrét Jónsdóttir, og Þórbergur
sjálfur næst henni.
Á fundi eru um 20 manns í tvöföldum hring, og af þeim
eru 8, auk miðilsins, í innri hring. Á gólfið í innri hring
eru reistir lúðrar, einn úr alúm, hinir úr enn léttara efni.
Á lúðrana hafa verið sett merki, krossar o. fl., úr sjálf-
iýsandi efni, sterk og greinileg. Áður en ljós eru slökkt,
stendur miðillinn upp, að því er virðist í hálftrans, og tek-
ur að lýsa því, er hann sér hjá fundargestum. Hann ger-
ir og nokkrar athugasemdir varðandi hugarfar sumra
gestanna. Ein slík athugasemd beinist að Margréti, konu
Þórbergs, sem hann segir að sé mjög „skeptisk", svo að
hálgist tortryggni, en að slík tortryggni sé henni þó raun-
ur þvert um geð, því hún þrái vissu. Þetta reynist hár-
rétt lýsing á hugarástandi Margrétar.
Fundur þessi er haldinn á heimili Einars Nielsen. Sjálf-
Ur situr hann ekki í hringnum, heldur hvílist á legubekk
úti í horni stofunnar.
Nú eru ljós slökkt, og er niðamyrkur í fundarstofunni.
Gestir í innri hring haldast í hendur. Brátt verðum við
bess áskynja, að rjálað er við lúðrana á gólfinu, og skyndi-
iega talar sterk rödd til okkar, að þvi er virðist niður við
gólfið. Svíinn Lindemark í innri hring endurtekur jafn-
hraðan allt, sem sagt er gegnum lúðrana. Þeir, sem í
innri hring sitja, eru flestir Svíar, og virðast samtölin
einkum beinast til þeirra. Brátt fara lúðrarnir að svífa
yfir höfðum fundargesta, og raddirnar heyrast hvaðan-
^va. Vegna Ijósmerkjanna er auðvelt að fylgjast með
hreyfingum lúðranna. Raddirnar eru sterkar, og allt er
endurtekið hárri röddu Lindemarks. Okkur Islendingun-
um þykir heldur ókyrrt og hávaðasamt. Tekið er á fund-
argestum og þeir eru beðnir að segja til, er þeir verða
6