Morgunn


Morgunn - 01.12.1946, Síða 20

Morgunn - 01.12.1946, Síða 20
90 MORGUNN lagi hafa þeir gert spíritismann að kirkjulegri hreyfingu, án þess að hafa vígða presta eða hlíta dönskum kirkjusið- um. Þetta síðamefnda mun vera meginorsök þeirrar gíf- urlegu andúðar og mótspyrnu, sem hreyfingin á að mæta af hálfu prestastéttarinnar þar í landi. Og mjög verður á annan hátt torskýrður hinn megni fjandskapur danskra blaða í garð spíritista. Með nálega engum undantekning- um grípa þau hvert tækifæri, sem gefst, til þess að sverta málstað þeirra, birta upplognar óhróðurssögur um svik og annað það, er horfir til tortryggni, en neita staðfastlega að birta nokkuð það, er miðar til leiðréttinga og máls- bóta. Og löggjöf sú, er í Danmörku helzt snertir málstað spíritista., myndi sóma sér betur í lagabálkum galdra- brennualdarinnar heldur en í nútímalöggjöf. Þess vegna eru danskir lygarar, sem bera óhróður á spíritista, ávallt sýknaðir. Verð eg hér að segja það, að eg hlaut að þessu leyti mikla andstyggð á danskri þröngsýni. — Kom það mjög fram í ræðum Dana á þessu móti, að þeir þykjast eiga um sárt að binda og hugsa sér þá eina leið að efla samtök sín, unz þeir geti orðið viðurkenndir, sem sérstök kirkjudeild og öðlast réttindi samkvæmt því. Þessa kynning af reynslu Dana opnaði augu mín fyr- ir því, hversu þeim Einari H. Kvaran og Haraldi Níels- syni, sem mótuðu starf og stefnu íslenzkra spíritista, hef- ir farist viturlega og giftusamlega. Islenzkir spíritistar hafa enga tilhneigingu til að einangra sig né snúa til neins konar öfga. Starf þeirra er kyrrlát viðleitni að veita hverjum þeim, sem leitar, sannanir og ef verða mætti lif- andi sannfæringu fyrir áframhaldi hins persónulega lífs einstaklingsins. Sú sannfæring veitir hverjum manni nýja og alvarlega útsýn yfir lífið, kennir honum að leggja hóf- legt mat á lystisemdir og eftirsóknarefni þessa lífs, án þess að fjarlægja hann skyldum og starfi. Þessi hófsemi hefir áunnið íslenzkum spíritistum samúð og fylgi margra presta þjóðkirkjunnar og orkað því að setja blæ spíritist- iskrar sannfæringar á kenningar þeirra. Enda mun ís-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.