Morgunn - 01.12.1946, Page 27
MORGUNN
97
heldur ekki vart. Og þótt bæði þessi einkenni kæmu í Ijós,
náðist enginn árangur, ef eitthvað varð til þess að dreifa
hugsunum mínum frá tilrauninni. Og því má skjóta inn
hér, að finni ég ekki með sjálfum mér, að ég geti veitt
sjúklingnum hjálp, þá er mér ekki unnt að verða honum
að neinu liði, virðist skorta alla orku til þess. Þetta er eitt
af þeim fyrirbrigðum undirvitundarinnar, sem játað skal,
að ég fæ ekki gert mér skiljanlega grein fyrir.
Annað, er mér þótti kynlegt við þessar fyrstu tilraunir
mínar, var, hve þreyttur ég var að þeim loknum. Fyllri
þekking á þessum málum hefur sannfært mig um, að mátt-
ur sá, er þessu kom til leiðar, hafi verið segulmagn. Ég
virtist því vera að gefa af segulorku míns eigin líkama, er
sennilega hefur safnast fyrir í hreyfitaugahnýtunum. 1
sambandi við þetta skal þegar tekið fram, að dáleiðsla og
segulmagnsorka eigi ekkert sameiginlegt, þótt einatt virð-
ist, að svo geti verið. Að svo miklu leyti sem þekking mín
nú hrekkur til hef ég komist að raun um, að þegar sjúkl-
ingurinn hvílir í djúpum dásvefni og ég held hönd minni
yfir einhverjum líkamshluta hans án þess að snerta hann
eða beina hugsanaáhrifum til hans, verður einatt vart á-
kveðinna hreyfinga i þeim líkamshluta, er ég held hönd
minni yfir, og er mér þá næsta auðvelt að láta hann halla
sér til hægri eða vinstri, aftur á bak eða áfram með hreyf-
mgu handa minna einni.
Samtímis því, er ég komst að raun um, að ég var áður-
greindum hæfileikum búinn, olli sú uppgötvun mér nokkr-
um heilabrotum og talsverðum áhyggjum. Ég hafði alltaf
átt ríka námslöngun. Mannslíkaminn var mér alltaf hugð-
arefni. En jafnframt átti þráin eftir þekkingu og skiln-
ingi á hinu ókunna og óskiljanlega sterk ítök í huga min-
Um, engu minni en efnisvísindin. Læknisfræðin og guð-
fræðin toguðust á um mig. Faðir minn hvatti mig til að
lesa læknisfræði. Að athuguðu máli valdi ég guðfræðina.
En hvernig færi þá um þessa hæfileika mína? Var mér unnt
að rækta þá og hagnýta í þágu mannanna? En var ekki
7