Morgunn - 01.12.1946, Page 28
98
MORGUNN
djöfullinn að freista min? Stóð hann ekki á bak við þessi
dulrænu öfl í sjálfum mér? Mér hafði verið bent á, að þessu
kynni þannig að vera háttað. Ég las allar bækur um þessi
efni, sem ég náði í, en ekki varð lestur þeirra mér að mikl-
um notum. Á þessum árum var eitthvað dularfullt og töfra-
kennt við dáleiðsluhæfileikann í hugum almennings og það,
sem ég las um þessi efni, ungur að árum og þekkingarlít-
ill, sannfærði mig um, að fitl við hið dularfulla og ókunna
gæti verið varhugavert. Næsta ósennilegt var, að góð eða
vinsamleg sambúð gæti tekizt milli kirkjunnar og djöfuls-
ins. Eina leiðin var að reka hann á brott. Og um síðir lagði
ég af stað út á námsbrautina, með þennan „göfuga ásetn-
ing að veganesti", að afneita djöflinum og öllu hans at-
hæfi, ég fór í prestaskóla.
Um hríð gekk allt að óskum. Ég hélt fösturnar rækilega
og rækti næturvökur mínar og kirkjulega þjónustu með
árvekni og samvizkusemi. Ég var hamingjusamur og sæll
með sjálfum mér. En dýrðin stóð ekki lengi. Gamlar end-
urminningar norðan úr Canada fóru ao heimsækja mig.
Áðurgreindir hæfileikar mínir fóru að gera vart við sig
alveg óbeðið, og meira en það. Mér fannst ég knúinn af
einhverju ómótstæðilegu afli til að sinna þeim. Bar mér ef
til vill að sinna þeim? Leyndist ef til vill einhver læknandi
máttur að baki dásvefnsins? Voru þeir máske ekki frá
myrkrahöfðingjanum runnir?
Lengi háði ég aleinn baráttu við efasemdir mínar. Ég
ráðfærði mig við skriftaföður minn og tjáði honum frá
vandkvæðum mínum. Að lokum gekk ég á fund skólastjór-
ans. Óvissan var orðin mér kveljandi og óbærileg. Hann
var frjálslyndur og skilningsgóður. Nú er hann orðinn
biskup. Ég var sannfærður um, að hann gæti bent mér á
leið út úr ógöngunum og vænti mér þeirrar samúðar og
þess skilnings, er fullnægði þörfum mínum. Vonsvikinn og
fullur örvæntingar vék ég af fundi hans.
1 ósegjanlegri sálarkvöl varpaði ég mér á kné við hvílu
mína og bað um, að mér hlotnaðist einhver vísbending.
A