Morgunn


Morgunn - 01.12.1946, Side 40

Morgunn - 01.12.1946, Side 40
110 MORGUNN þekkingu á hinum spíritistisku fyrirbrigðum. Ég læt það eftir þeim, sem mér eru fróðari". „Einu sinni kom maður einn til mín með konu sína, er hann kvað þjást af taugaveiklun og bað mig að veita henni hjálp. Hún var sezt í stólinn og ég ætlaði að fara að skýra fyrir henni, hve auðvelt væri að falla í dásvefn, en þá gerð- ist nokkuð óvænt. 1 stað þess að falla í rólegan og eðlilegan svefn, var sem hún stirðnaði öll, frussaði og hvæsti, veif- aði handleggjunum og bablaði eitthvað, sem ég skildi ekki, og mér var ekki unnt að róa hana. Ég beið átekta og von- aði, að þetta flog mundi líða hjá, en hafði aldrei rekið mig á slíkt fyrr. Ég hafði ekki náð neinni stjórn á henni eða gefið henni neinar skipanir. Ég sneri mér að eiginmanni hennar. Hvernig stendur á þessum ólátum í manneskjunni, ég ræð ekki við þetta, getið þér gefið mér einhverja skýr- ingu á þessu? Hann brosti. Hún verður búin að jafna sig eftir tvær mínútur. Jæja, hver djöfullinn hefur hlaupið í hana, getið þér ekki hjálpað mér til að reka þennan skratta út af henni? Hann varð hálfsmeikur við orð mín og hálf- hvíslaði: Þei, þei, hann er enginn djöfull. Við hefðum átt að segja yður áður, að við hjónin erum spíritistar og stjórn- andi hennar er Japani. Hann kemur alltaf svona. Hvort sem hann er djöfull eða djöfull ekki, er hann auðsjáanlega fjand- samlegur mér, komið honum á brott. Hann fór nú til konu sinnar, gerði ýmsar hreyfingar með höndunum framan við andlit hennar og yfir höfðinu og skipaði honum að hafa sig á brott. Auðsjáanlega höfðu tiltektir hans tilætluð áhrif, því að konan róaðist brátt og varð eins og hún átti að sér. Sennilega var þessi fylgivera hennar mér fjandsamleg af einhverjum ástæðum, en annars er mér þetta atvik með öllu óskiljanlegt. Ég hef rætt um þetta við ýmsa nafnkunna spíritista, en þeir hafa ekki talið sér fært að benda á neina skýringu á þessu einkennilega fyrirbrigði. Stuttu á eftir báðu þau mig aftur aðstoðar við taugaveiklun hennar, en ég neitaði að verða við þeirri ósk. öðru sinni gerðist atvik í sambandi við tilraunir mínar,

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.