Morgunn - 01.12.1946, Qupperneq 45
MORGUNN
115
inum (þ. e. Erskine), að ef hann haldi áfram að senda einn
eða annan yfir á þetta svið, sem hann ber engin kennsl á
og veit ekkert um, og sendimennirnir kunni að uppgötva
það á ferðalaginu, að þeir hafi yfirgefið jarðneska líkami
sína, þá geti vel faríð svo, að þeir kæri sig ekki um að
hverfa til baka“. Pilturinn þagnaði um stund, en bætti svo
við: „VARAÐU HANN VIÐ ÞESSU“, hann þrítekur þetta“.
Þetta voru síðustu orðin, er pilturinn mælti í dásvefninum.
Ég lét hann sofa enn um hríð, svo að hann fengi jafnað sig,
og vakti hann svo. Hann var að öllu leyti eins og hann átti
að sér og ekki mundi hann eftir neinu úr ferðalaginu.
Mér þykir rétt að láta þess getið, að ég er ekki spíritisti.
Að hinu leytinu er ég hleypidómalaus. Ég er við því bú-
inn, að ég sannfærist, en að svo stöddu hefur mér ekki tek-
izt að sannfæra mig um sannleiksgildi hinnar spíritistisku
skýringar, en játað skal í fullri hreinskilni, að ýmislegt af
þeim staðreyndum, er ég hef athugað í sambandi við dá-
svefninn, hefur stööugt verið að þoka mér nær og nær
spíritistisku skýringunum.
Mér er kunnugt um, að kenningar mínar og skýringatil-
gátur hafa vakið mikla athygli meðal leiðandi manna inn-
an spíritistisku hreyfingarinnar, og við marga þeirra hef
ég átt rökræður um þær.
Persónuleg skoðun mín er, að spíritisminn og dáleiðslan
eigi sameiginlegan grundvöll, en að svo komnu er mér ekki
unnt að skýrgreina þá skoðun mína á grundvelli sannaðr-
ar vísindalegrar staðreyndar.
Ég hef nú gert nokkra grein fyrir viðhorfi minu til um-
ræddra atriða, en áður en ég skilst við þessi mál, tel ég rétt
að geta hér yfiríýstrar skoðunar Mr. Harry Price, forseta
National Pshycical Resarch Laboratory um þessi efni, og
hann verður að teljast algerlega hlutlaus dómari í þessu.
Mr. Harry Price var staddur á miðilsfundi, þar sem skila-
boð komu í gegn frá Sir Arthur Conan Doyle. Þegar hann
skýrir síðar frá þessu, kemst hann svo að orði:
„Næsta sennilegt er, að skoðanir þær, er látnar voru