Morgunn


Morgunn - 01.12.1946, Page 47

Morgunn - 01.12.1946, Page 47
MORGUNN 117 geti hún horfið til bernskustöðva sinna að eigin óskum, er þá ósennilegt, að hún hitti þar aðrar sálir, ekki aðeins sálir lifandi manna, heldur og þeirra, sem þangað eru horfnir um hlið dauðans? Þannig virðist fullt tilefni til að álykta með greind dæmi og önnur hliðstæð í huga. Látinn eða lifandi, hverju skiptir þetta? Það er eftirtektarverð staðreynd, sem mér er ókunn- ugt um, að veruleg áhersla hafi verið lögð á, að ekkert af því, er sagt hefur verið frá í skeytum þeim, er komið hafa frá hinum svonefndu látnu mönnum, er í ósamræmi eða andstöðu við það, er einkenndi persónuleik þeirra í jarðvistinni. Og getum ver vænzt nokkurs annars, ef vit- undarsamband næst við framliðna menn? Vér eigum nú tækifæri til að rannsaka og athuga starfsháttu undirvit- undar persónuleikans í daglegu lífi voru. Dáleiðsluvísind- in hafa gert oss kleift að greina milli efnislíkamans og hinnar s tjórnandi orsakar, persónuleika undirvitundar- innar, uppgötva sérkenni og eiginleika hans. 1 miðilsdáinu kemur þetta sama fram í röð af persónulegum sérkenn- um þeirra, sem sagt er frá og lýst. Og hlýtur þetta ekki að vera svo? Þess lengur, sem vér hugsum um veruleik mannsálar- innar og persónuleik undirvitundarinnar, þess sannfærð- ari hljótum vér að verða um það, að dáleiöslan og spírit- isminn eigi sameiginlegan grundvöll. Ég hygg, að framhaldsrannsóknir á þessum málum verði reknar á þessum leiðum, og að þar séu dáleiðsluvís- indin öllum vísindum líklegri til hagnýtrar aðstoðar. Með því að nota dáleiðslu við lifandi menn er hægt að safna staðreyndum til athugunar og samanburðar, sem annars væri ekki unnt. En slíkar rannsóknir eru ekki mitt meðfæri. Til þess brestur mig næga þekkingu á völundarhúsi spíritistisku fyrirbrigðanna. Ég varpa þessum hugleiðingum mínum og tilgátum aðeins fram, sérfræðingum þeim og vísinda- mönnum til athugunar, er áhuga hafa fyrir framhalds-

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.