Morgunn


Morgunn - 01.12.1946, Page 48

Morgunn - 01.12.1946, Page 48
118 MÖRGUNN rannsóknum. Og óhikað beini ég þeim til yðar allra, sann- færður um, að þær eru líklegar til að geta orðið yður hagnýtur efniviður til hugleiðinga um undursamlega hæfileika mannsandans, yðar sjálfra. Og í öðru lagi til hugleiðinga um nýjar dásemdir guðdómlegrar opinberun- ar í djúpum mannlegs vitundarlífs". Austurrískui hershöictingi, sem var ákveðinn andstæðingur hverskonar dulrænna mála, segir frá því, að er hann var mjög veikur, hafi hann skyndi- lega staðið utan líkamans og séð lækninn gera aðgerð á líkamanum, sem lá í rúminu. Hann fann sig frískan og sterkan og eins og yngri en hann var í raunini. En skyndi- lega dróst hann að líkamanum aftur og þá hófust þján- ingarnar aftur. „Nú mega menn segja hvað sem þeir vilja. Fyrir mig er spurning dauðans leyst. Nú veit ég, að enginn dauði er til“, segir hershöfðinginn í niourlagi frásagnarinnar. Þýzki sálarrannsóknamaðurinn dr. E. Mathiesen birti þessa frásögn ungrar stúlku, sem féll í vatn og var því nær drukknuð: „Mér fannst eins og ég væri að baða mig í dýrlegum, gylltum ljósstraumi, en á næsta augnabliki sveif ég í loftinu og sá fyrir neðan mig, djúpt niðri í öldunum, líkama minn. Ég virti hann fyrir mér sársaukalaust. Það var eins og h’ann kæmi mér ekki lengur við“.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.