Morgunn - 01.12.1946, Blaðsíða 51
M O R G U N N
121
Einnig dettur mér í hug hin aldagamla trú manna hér
á landi, að „fylgjur“ manna geri stundum vart við sig
með „höggum“ eöa á annan hátt, á undan komu þeirra.
En sú trú virðist mér að miklu leyti byggð á reynslu
hleypidómalausra manna bæði fyrr og síðar.
Sé sú Ulgáta rétt, að höggin hafi á einhvern hátt staf-
að frá hinum látna manni, er mikil ástæða til að álíta,
að sá ,,verknaður“ hafi verið honum ósjálfráður. Ann-
ars hefðu þau fremur heyrst, þegar dóttir hans átti kost
á að heyra þau. Einnig er ástæða til að ætla, að þau
hafi verið hlutræn en ekki hugræn, þar eð við heyrð-
um þau öll þrjú, og a.m.k. við hjónin eins eða mjög svipuð.
Eftir þessu mynda þau eins og brú á milli högganna,
sem ég sagði frá í áður nefndri Eimreiðargrein og svo
þeirra, sem nú skal sagt frá og líkur benda til, að hafi
verið af völdum framliðins manns, sem vitandi vits kom
þeim á stað.
Þegar ég hafði lokið við að skrifa þetta hér að fram-
an, var ég byrjaður að segja frá öðrum „höggum á Tinda-
stóli“ í sambandi við komu v. Reuters, fiðluleikara, til
Vestmannaeyja í maímánuði 1929. En daginn eftir að ég
var byrjaður á að skrifa um þetta, kom fyrir atvik á
heimili mínu hér í Reykjavík, sem mér finnst sérstakt
umhugsunarefni, einkum vegna skýringartilrauna minna
hér að framan á „höggunum", sem þar var sagt frá.
Konan mín var ásamt annarri konu stödd í eldhúsinu í
heimili mínu hér í bænum klukkan liðugt átta að kvöldi
dags hinn 29. jan. þ. á. Iieyrðu þær þá Mðar barin nokk-
ur högg, að því er þeim ótvírætt virtist, á eldhúsdyrnar,
eins og gerist og gengur, þegar utanhúsmenn berja að
dyrum. Kona mín opnaði þegar dyrnar — en þar var eng-
inn maður. En örlitlu síðar, svo sem á að gizka tveim
mínútum, að þvi er þeim báðum bar saman um, heyrðu
þær gengið upp stigann og rétt á eftir barið á eldhús-