Morgunn


Morgunn - 01.12.1946, Page 54

Morgunn - 01.12.1946, Page 54
124 MORGUNN eru svo ólíkir þessu, að ekki er berandi saman — enda þótt sumir hafi reynt að „skýra“ þessa „bresti“ þannig. Þá datt mér í hug, hvort ekki væri hægt að fá að heyra þessa „bresti“ eða „smelli“ þó að ekkert okkar kæmi við borðið. Fór ég fram á að þetta væri reynt og var ekkert því til fyrirstöðu. Fluttum við okkur þá öll svo langt frá borðinu, að auð- séð var, að enginn kom við það á nokkum hátt. Þrátt fyrir þetta heyrðum við þessa sömu „smelli“ í borðinu, en þó mun daufari. Bað ég þá um það, á is- lenzku, að sá, er þessu stjórnaði, léti mig vita nafn sitt með því að láta smellina heyrast þegar ég nefndi stafi í nafni hans. Hættu þá smellirnir í bili. Síðan hóf ég að segja fram stafrófið, mjög hægt. Þegar ég kom að stafn- um P kom smellur í borðinu (inni í því). Fitjaði ég þá upp að nýju og er ég hélt áfram á þennan hátt, kom smámsaman nafn á látnum manni, sem ég hafði þekkt. Þá spurði ég (á íslenzku): „Líður þér betur nú, en þeg- ar ég heyrði til þín síðast?“ Þessu var svarað með því, að þrír mjög háir „brestir“ eða „smellir“ heyrðust í borð- inu í fljótu áframhaldi. Ég get þess enn, að albjart var í stofunni og auðséð, að enginn kom við borðið. En reynd- ar voru þessi hljóð þannig, aö á sama stóð, hvort borðið var snert eða ekki. Þrjú högg eru „alþjóðamál" við slíkar tilraunir og tákna orðið ,/Já“. Mér fannst ekki mögulegt að skilja þetta á annan veg en þann, að sá, er þannig „svaraði“, vildi með því leggja áherzlu á það, að líðan sín væri nú mun betri en þegar ég heyrði til hans síðast. En síðan voru liðin 20 ár. Og það var á „tilraunafundi" hjá Indriða Indriðasyni, Þessi hljóð, er ég svo nefni, eru á ensku í bókum um dulræn eða sálræn efni kölluð „raps“, „högg“. Ég þýði þessu til skýringar nokkur orð úr bók eftir enskan höf- und um sálræn fræði.1) Höf. segir:

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.