Morgunn - 01.12.1946, Side 55
MORGUNN
125
„Orðið „rap" gefur manni algerlega ranga hugmynd
um hið vel kunna hljóðmerki, sem andar nota. Það er
ekki unnt að líkja eftir því með því að láta braka í knú-
um sínum eða með neinum áhöldum. Venjulega virðist
það koma innan úr efni hlutarins og er unnt að finna titr-
inginn, sem það kemur á stað. Hljóðmagn þess getur ver-
ið allt frá örlitlu tifi og eins og barið sé með þungri sleggju.
Þó stendur ekki sá kraftur á bak við þetta, sem hávað-
inn af þessu bendir til. Þvi enda þótt svo virðist, sem bar-
ið hafi verið með heljar afli í ótraust og veikbyggt borð,
gerir þetta því engan miska. Það stendur jafn upprétt fyr-
ir því. Það er því þegar af þessu augljóst, að hér er ekki
um raunverulegt högg að ræða. Heldur mun þetta senni-
lega vera einhverskonar sprenging í eternum".
Mín skoðim er sú, að við þessi og önnur efniskennd
(,,fysisk“) fyrirbrigði komi allt önnur náttúruöfl til sög-
unnar en við þekkjum, og þau einnig notuð með öðrum
aðferðum, óskyldum þeim, sem við þekkjum eða að minnsta
kosti eru okkur kunnar. Það er því engin furða, að slik-
ir atburðir eru enn vafðir þeim dularhjúpi, að mönnum
veitist örðugra að trúa þeim en öðrum, sem eiga upptök
sín frá þeim náttúruöflum, sem við svo að segja ,,um-
göngumst" daglega og teljum oss þekkja. Þess vegna er
sennilegt, að menn leggi ekki almennt trúnað á þetta fyrr
en menn hafa fundið, hver þau náttúruöfl eru og kunna
eitthvað með þau að fara — eða komast að því, hvernig
með þau er farið.
Það er rétt eins og ég eigi ekki að fá að hætta þessum
frásögum! Ég hafði lokið við niðurlagið hér að framan
hinn 27. september. En daginn eftir gerðist enn atburð-
ur í heimili mínu hér, sem ég tel ekki óskyldan þvi, þeg-
1) Campbell Holms: The Facts Of Psychic Science And Philosophy.