Morgunn


Morgunn - 01.12.1946, Side 57

Morgunn - 01.12.1946, Side 57
MORGUNN 127 burðir á Ránargötu 6 a sameiginlegt, að bæði ég og pilt- arnir komum á undan okkur á þann stað, sem við ætluðum til, þeir heyranlega, en ég sjáanlega. 1 XIX. árg. Morguns sagði Katrín Smári frá því, er hún og vinstúlka hennar sáu séra Kristin Daníelsson í tvífara- líkamanum á Hallormsstað. „Var hann yfirhafnarlaus og berhöfðaður, eins og hitt fólkið, sem á eftir kom. Leit hann lauslega í kringum sig, eftir að hann var kominn inn Þeir voru þá að ganga inn í húsið, Einar H. Kvaran og Isleifur Jónsson. En séra Kristinn var þennan dag staddur í sumarbústað innan við Reykjavík, glaðvakandi. Þetta, að tvífari séra Kristins leit í kringum sig, bendir á sjálfstæða hugsun tvífarans og er athyglisvert. Þá er í XVI. hefti Morguns sagt frá því, er frú Gíslína Kvaran sá séra Ilarald Níelsson koma „á undan sér“ inn í borðstofu þeirra hjóna hér í bæ. Kom séra Haraldur rétt á eftir og var „glaðvakandi", er tvífari hans sást, ekki síð- ur en séra Kristinn og ég. Úr þvi að ég fór að segja frá þessu um tvífarann minn, ætla ég að drepa á annað „ferðalag" hans. En þá mun ég hafa verið sofandi. Anna dóttir mín sigldi til Kaupmannahafnar í sumar. Þegar hún var nýkomin þangað, kom fyrir hana atvik, sem hún lýsti í bréfi til min. Hún segist hafa glaðvaknað kl. 5 um morgun (klukkan er þá 3 hér) og heyrði mig ávarpa sig. „Mér fannst þú vera rétt fyrir ofan höfuðið á mér“, skrifaði hún. Það er ekki óalgengt, að mönnum finnist návist ein- hvers, án þess að skynfærin komi þar til greina. Ýmsir munu kannast við frásögur Hermanns Jónassonar, frá Þingeyrum, af slíkri reynslu minni. Það hefur einnig kom- ið fyrir mig og mjög svipað því, sem Anna dóttir mín segir frá. Svo bar við einn morgun snemma, að ég glaðvaknaði snögglega í rúmi mínu á Tindastóli í Vestmannaeyjum og heyrði þá greinilega konu mína kalla á mig með nafni. Ég

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.