Morgunn - 01.12.1946, Side 61
MORGUNN
131
Pióiessoi Þóiðuz Sveinsson
geoveikialœknii.
Meðan þetta hefti Morguns var í prentun, hvarf Þórður
Sveinsson, fyrrum varaforseti Sálarrannsóknafélags Is-
lands af vorum heimi.
Það leikur ekki á tveim tungum, að hann var einhver
gáfaðasti og sérkennilegasti maður með þjóð vorri á sinni
tið, og svt> glæsilega mælskur maður í viðræðum, að á
orði var haft.
Eftir langvarandi sjúkdómsþrautir, sem að lokum bundu
hann við stólinn í full ellefu ár, var andlegur þróttur hans
svo mikill, að hann lifði með lífshræringum þjóðarinnar
og umheimsins heitara en flestir þeir, sem um jörðina fara
frjálsum fótum. Að koma inn til hans var að komast í
snerting við hið iðandi líf. 1 gegn um hans gáfaða höfuð
flugu hugsanirnar með þeim leipturhraða, að flestum varð
erfitt að fylgja þeim eftir, þegar þær streymdu af vörum
hans í einhverju mergjaðasta máli, sem Islendingur getur
mælt.
Þegar er farið var að kynna sálarrannsóknirnar hér á
landi, gerðist hann fylgismaður þeirra og eindreginn spírit-
isti. Var hann fyrr á árum, meðan heilsa entist, einhver
harðasti verjandi þeirra mála, þegar á þau var ráðist, og
þótti eklti árennilegt, að eiga að sækja mál á hendur hans.
Bar þar hvort tveggja til, að hann var manna rökfimastur
og átti það einnig til, að vera vægðarlaus við þá, sem hon-
um þótti misbjóða sannleikanum.
Þórður Sveinsson var af ýmsum talinn trúlaus maður,
og víst er það, að hinn kirkjulegi kristindómur, eins og
hann er tíðast túlkaður, var hanum lítt að skapi. En jafn-