Morgunn


Morgunn - 01.12.1946, Side 71

Morgunn - 01.12.1946, Side 71
MORGUNN 141 ar honum þykir að einhverju hallað á spiritismann. Skyldi það vera af því, að séra Kristin Daníelsson skorti sjálfan trú á annað líf, eða mundi þetta vera svo sem framhald þjónustunnar við meðbræðurna, þá þjónustu, sem alkunn er, þar sem hann gegndi prestsembættum? Hjá honum og fleiri slíkum mönnum kemur það glögglega fram, sem hingað til hefur verið meginþáttur þess bezta í starfsemi spiritista hér: Hjálpin við sjúka, syrgjandi og andlega vegalausa. Ég þekki sjálfur ýmsa þá, sem ekki aðeins hafa þar lilotio huggun, en einnig þann þroska, að vilja hverj- um þeim hjálpa og hverjum þeim hjúkra, sem þess er þurfandi, og gera sitt til velfarnaðar annarra á öllum sviðum. Svo kemur þá á móti það, sem áður er á minnzt, og finnst mér — fyrir mitt leyti — þar sízt halla á forvígis- menn og sanna stuðningsmenn spiritismans. En einu virð- ist mér þeir mjög mega gjalda varhuga við, og það er að taka upp varnir fyrir þá, sem misnotað hafa málefnið. Þar tjáir ekki annað en gera glögg skil á hvítu og svörtu, málefni og mönnum. Frú Elínborg Lárusdóttir, sem allir þekkja af skáld- sögum hennar, og þá einkum Förumönnum og Strandar- kirkjUj er áreiðanlega ein af þeim manneskjum, sem telja spíritismann ærið mikilvægt málefni, ekki fyrir þær sak- ir, að honni virðist þar allt í húfi fyrir sjálfa sig, því að hún fer afar hóflega í hvað eina og hefur sjálfsagt sína vissu frá því löngu áður en hún tók að skipta sér nokkuð af spíritisma, en hún leggur fram mikla vinnu og mikla fyrirhöfn til að kynna þetta málefni þannig, að hver og einn geti svo dregið sínar ályktanir eftir sem gleggstum forsendum — og að öðru eða svipuðu er ekki þarna að hverfa — nema því, sem sagt hefur verið og margsagt um athuganir og sannanir ýmissa einstakra, erlendra vís- indamanna. Ég hygg, að frú Elínborg Lárusdóttir hljóti að leggja fram sitt mikla starf í þessu efni vegna þeirrar

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.