Morgunn


Morgunn - 01.12.1946, Blaðsíða 73

Morgunn - 01.12.1946, Blaðsíða 73
MORGUNN 143 sé verið að vinna að einu mikilsverðasta máli, sem þekkt sé í veröldinni. Annar kaflinn heitir DulsTcyggni — Dulheyrn, og hefur frú Elínborg og aðrir skrifað þær frásagnir eftir Hafsteini, en hún fengið sumt vottfest, sem ekki var það áður. Afar sérkennileg og um leið fögur er lýsingin á sýnum frá jarð- arför Einars H. Kvarans, en annars er þarna margt af þeim fyrirbrigðum, sem eru sama eðlis og gömul, íslenzk alþýðureynsla hefur haft frá að segja, og hvað ennþá ger- izt margt af slíku hér á landi enn þann dag í dag, tel ég bera þess rækilegan og gleðilegan vott, að enn sé síður en svo, að taugar okkar séu vírþræðir, vöðvarnir sement, blóðið hráolía og heilinn bílmótor, moddell þetta eða hitt. Þá er Frá fundunum, og er þar skýrt frá mjög mörgu, sem komið hefur fram hjá Hafsteini Björnssyni sem miðli, og þó að flest af því, sem þar er frá sagt, sé svipað og við höfum áður heyrt, þá er þó sumt, sem sker sig úr, svo sem sagan um Mann Mannsson, og víst er það, að vel kynnumst við hinni sérkennilegu Finnu, sem Jónas Þor- bergsson þegar minnist á í inngangi sínum að bókinni. Fjórði kafli heitir Dulflutningur. Hann er stuttur, en hefur þó að flytja tvær frásagnir mjög eftirtektarverðar. önnur er um ryðgaða hnífinn, með blóðblettunum á, hin um eina auvirðilega púðurdós. Ég veit vel, að það er hægt að segja báðar frásagnirn- ar lygi, en þó ekki ósjálfráða blekkingu. Það verður að gera svo vel að taka munninn það fullan, að bera vísvit- andi lygar og blekkingastarfsemi upp á þá, sem hlut eiga að máli —og hana ekkert smáræðilega, ef út í þá sálma er farið á annað borð. En því fólki, sem þarna er um að ræða, mundu menn ekki undir öðrum kringumstæðum trúa til slíkra hluta. Svo er sagt frá Eskimóum, sem lítt eða ekki þekkja til menningar hvítra manna, að þeir telji það mikið afrek, ef hvítur maður skýtur óvenju langt af boga og er ótrúlega beinskeyttur. Hins finnst þeim lítið til koma, þó að hann skjóti með byssu dýr nokkurt, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.