Morgunn


Morgunn - 01.12.1946, Side 74

Morgunn - 01.12.1946, Side 74
144 MORGUNN er svo langt í burtu, að óhugsandi er að hitta það með ör af streng. Og af hverju finnst þeim lítt til byssuafreks- ins koma: Af því, að þeir telja það töfra, en ekki líkam- legt afrek, og töframenn þeirra sjálfra geta unnið enn meiri afrek. Um efnishyggjumenn, sem eru svo forhertir, að þeir óska ekki neinna sannana fyrir tilvist dularmagna og dularvera, þó að þeir, ef þeir skoðuðu hug sinn vel, trúi i rauninni á slík mögn og slíkar verur, er það svo, marga hverja, að þeir trúa jafnvel hreinustu tröllasögu, sem ég segi þeim um eitthvað, sem ég tjái að gerzt hafi fyrir augunum á mér í einhverju húsi hér í bænum, kött- urinn rifið húsfreyjuna á hol, og maðurinn siðan drepið sjálfan sig, en ekki köttinn. En ef ég segi þeim, að ég hafi sjálfur reynt annað eins og frá er sagt um púðurdós- ina, svo að ég ekki nefni hnífinn, þá segja þeir, að þetta sé hrein og vísvitandi lygi! Fimmti kafli bókai’innar heitir Ummyndanir, sá sjötti Lœkningar, sjöundi Hlutskyggni og áttundi Um œsku miöilsins. Svokallaðar andalækningar hafa valdið miklum straum og skjálfta í landinu, og persónulega þekki ég ekki til þeirra, en þó hygg ég það sannað, að lækningar hafi farið fram með einhverjum þeim krafti, sem því mið- ur fæst ekki ennþá í lyfjabúðum, hvorki hér á landi né annars staðar. Kaflinn um æsku Hafsteins Björnssonar, sem er Skagfirðingur að ætt, lýsir honum vel, svo sem bókin raunar víðar. Hann virðist vera barnslegur og hrekk- laus maður, en þó gæddur — auk miðilshæfileikans — sérstæðri athyglisgáfu og greind til frásagnar, og hann mun af öllum þekktur sem reglusamur, hógvær og vandað- ur í hvívetna. En eftirtakanleg og um leið átakanleg er frásögn hans frá bernskuárunum, þegar hann hefur orð- ið þess vísari, að hann er öðruvísi en annað fólk, að það sér ekki það sem hann sér, þó að hann sjái allt, sem það sér. Hann er skammaður og sagður ljúga — af öllum nema móður sinni — og lengi fram eftir er farið með hann eins

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.