Morgunn


Morgunn - 01.12.1946, Side 81

Morgunn - 01.12.1946, Side 81
MORGUNN 151 mér, hvers hann yrði vísari. Hann hélt mjög skamma stund á umslaginu, en leit þá upp frá að horfa á það, svipaðist um í herberginu, unz athygli hans beindist að mynd af brezkum sjóliðsforingja. Hann virti hana fyrir sér, og sagði: „Þessi maður hefur skrifað utan á bréfið“. Þá leit hann á annan vegg stofunnar og festi augun á olíumálverki af norskum flóttadreng, er komið hafði á stríðsárunum til Akureyrar. Hann sagði, að myndin stæði í nánu sam- bandi við umslagið og myndina af sjóliðsforingjanum, Þessar umsagnir þóttu mér næsta merkilegar, því það var rétt, að sjóliðsforinginn hafði skrifað utan á umslagið og hann hafði einnig málað myndina af Ásbirni litla, en svo hét drengurinn. Myndina hafði málarinn gefið mér, er hann fór frá Islandi. Við höfðum skrifazt á. Síðasta bréf hans til mín var ritað í Ástralíu, en þá var hann á förum til Englands. Eftir það hafði eg ekki heyrt frá honum. Eg spurði Hafstein, hvort hann áliti málarann á lífi, eða eigi. Hann tók aftur upp umslagið, bar það upp að eyranu og virtist hlusta, en sagði svo: ,,Eg heyri mikinn umferðar- gný í einhverri stórri borg. Eg heyri fótatak mikils mann- fjölda. Þar er maðurinn. Hann er lifandi". Á þessari síð- ustu umsögn hef eg ekki getað fengið staðfestingu enn sem komið er. Næst rétti eg Hafsteini gamlan hlut, sem er eins konar ættargripur. Það var útskorið brauðmót, með ártalinu 1830. Hafsteinn bar mótið upp að andlitinu, og hélt því þannig um stund. I-Iann sagðist verða var við reykjarlykt — sambland af taðreyk og torfreyk. Hann sagði, að þennan hlut hefði eg fengið frá móður minni, en hún hefði fengið hann frá föður sínum. Saga brauðmótsins er mér einum kunn, þeirra, er nú lifa, og það, sem Haf- steinn Björnsson sagöi, er rétt. Mótið er smíðað og skor- ið af Hallgrimi Jónssyni, móðurafa mínum. Það gekk að erfðum til móður minnar, Ingibjargar og að henni lát- inni til mín. Akureyri 21. október 1946. Friðgeir H. Berg.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.