Morgunn


Morgunn - 01.12.1946, Page 87

Morgunn - 01.12.1946, Page 87
M O R G U N N 157 ur ekki til þess, ánægja mín var fullkomin, ég átti ekki lengur neina ósk. Áhrifin af þessum hljómum voru ósegj- anlega unaðsrík, og ég sagði við sjálfan mig: Þetta hlýt- ur að vera rödd Guðs. Þessi hamingja varð mér of mikil, ég missti meðvitundina, dróst óvitandi að líkamanum og vaknaði morguninn eftir eins og ekkert hefði skeð. Um þetta leyti hafði ég átt um hríð í hugrænum og andlegum erfiðleikum. Þó hafði ég ekki gert neinskonar sálrænar tilraunir, hafði aldrei setið miðilsfund og hafði ekki, svo ég viti til, verið að lesa neitt, sem hefði getað valdið því, að ég varð fyrir þessari reynslu. En svo lif- andi var þessi reynsla mín, að ég er ekki í neinum vafa um það, að ef hinn mjói þráður, sem tengir líkama og sál, hefði á þessu augnabliki slitnað, hefði ég aðeins haft hamskipti, afklæðst hinum grófa líkama og iklæðst öðr- Um fíngerðari, hæfari fyrir ljósara og hamingjuríkara vit- Undarlíf, já, fyrir raunverulega fyllra líf. Bréf mitt er orðið langt, og vera má, að yður finnist reynsla mín ekkert merkileg. Sjálfsagt þekkið þér önn- ur samskonar atvik og miklu merkilegri. Þó finnst mér, að ég verði að segja frá þessu, og ég lít svo á, — hvað sem líður vísindalegu hliðinni á þessu máli, — að ef þessi frásögn færir einhverri sál huggun og þrek, sé fyrirhöfn min margfaldlega borguð. Jóhn Huntley“. , J. A. þýddi.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.