Morgunn - 01.06.1956, Qupperneq 9
MORGUNN
3
vakti það athygli, er hið víðlesna sænska dagblað Meþód-
ista, Svenska Morgonbladet, opnaði fyrir nokkuru dálka
sína fyrir þeirri grein sálarrannsóknanna, sem nú er víða
í tízku og nefnist Parapsychologie. Slík veðrabrigði hefðu
verið óhugsanleg fyrir fáum árum. Ritstjóri sænska morg-
unblaðsins skrifaði á þessa leið:
„Það eru að koma fram athyglisverðir hlutir í heimi
vísindanna. Menn eru að opna augun fyrir þeirri geysi-
legu þýðingu, sem parapsychologie nútímans hefir fyrir
bekkinguna á sálarlífi mannsins og eðli þess. Menn eru að
uPPgötva nýjan heim í ríki andans“.
Eftir þessum inngangsorðum ritstjórans birti blaðið
Piargar athyglisverðar frásagnir úr annálum sálarrann-
sóknanna og um þau er farið skynsamlegum og sanngjörn-
um orðum. Þannig smáþokar mannkyninu áfram. Sann-
leikurinn á oftast erfitt uppdráttar í byrjun, og margir
uiæla gegn honum, einkum ef hann gengur að einhverju
kyti í berhögg við það, sem áður var trúað og talið óyggj-
andi. í hita fyrstu baráttunnar verður andstaðan stund-
um sterk. En þegar öldurnar fer að lægja, fara menn að
gefa sér betra tóm til að athuga málin með rósemi.
Um fáa kirkjumenn stóð annar eins stormur á fyrstu
aratugum aldarinnar og hinn róttæka guðfræðing og ann-
ulaða predikara, R. J. Campbell. En stormurinn var fyrir
L°gn eftir ^öngu hljóðnaður °& í lognkyrrð lauk hann
storminn s^nu u nítugasta aldursári í marzmánuði
s.l. Þegar hann dró sig út úr baráttunni á
uuðjum aldri, urðu margir vonsviknir og töldu hann svíkj-
ast undan merkjum. Hinn glæsilegi ferill predikarans
hlaut skyndileg endalok, og að kyrrlátum störfum innan
brezku biskupakirkjunnar vann hann marga áratugina
síðustu. Vafalaust hafa hinar róttæku guðfræðiskoðanir
hans tekið breytingum áður en hann gekk aftur í biskupa-
kirkjuna, en úr henni hafði hann gengið á unga aldri, og
glæsilegasta ferilinn átti hann þau árin, sem hann var í
kirkju Kongregationalista. Viðtal, sem enski blaðamaður-