Morgunn - 01.06.1956, Síða 11
MORGUNN
5
frá Ameríku, en í boði nokkurra háskóla þar, einkum í
Chicago, hafði hann verið að flytja fyrirlestra um nokk-
urra mánaða skeið. Hann predikaði í dómkirkjunni í
Reykjavík og flutti tvo fyrirlestra í háskólanum um mat
kristindómsins á öðrum trúar-
brögðum. Próf. Heiler er einn
Frægur guðfræðingur
Heimsækir ísland. , .
hmna frjalslyndustu guðfræðmga
Þjóðverja á vorum tímum og mikill lærdómsmaður. Hefir
þrásinnis komið til árekstra milli hans og skoðanaand-
stæðinga hans í Þýzkalandi. Hann sagði ritstjóra MORG-
UNS frá ýmsu athyglisverðu frá dvöl sinni vestan hafs
og taldi kirkjulíf þar vestra með miklu meiri blóma en
hann þekkti til í Evrópu. En einnig þar varð hann var
átaka milli frjálslyndra guðfræðinga og afturhaldssamra.
Afturhaldssamasta kirkjudeild vestan hafs er lúterska
kirkjan í Missouri, kirkjufyrirbrigði, sem væri óhugsandi
á Islandi, nema hjá litlum hópi manna, enda undan norsk-
um kirkjurótum runnin. Nokkuru fyrr en próf. Heiler
predikaði í kirkju háskóla þess í Chicago, sem hann var
boðinn til, var kunnum Missouri-presti boðið að predika
í kirkjunni. Hann vildi gjarna þiggja boðið,
en þegar ekki varð hjá því komizt, að stúd-
entar úr annarri kristinni kirkjudeild önn-
Hendur
vantrúaðra.
uðust samskotin, sem venja er að hafa þar í messulok,
neitaði blessaður Missouiú-presturinn að taka þátt í svo
óguðlegu samstarfi. Þess vegna varð ekki úr að hann flytti
predikun sína. Þetta getur maður kallað að vera sjálfum
sér trúr: að neita að flytja messugerð, ef hendur vantrú-
aðra eiga að snerta dollaraseðlana, sem kirkjugestir leggja
fram til viðhalds guðshúsinu. Vafalaust eru þeir menn til
innan íslenzku kirkjunnar, sem verja myndu þetta hátta-
lag Missouri-mannsins. En allur þorri fólks í landinu for-
dæmir svo hispurslaust slíkan hugsunarhátt, að hinir fáu
sjá þann kost vænstan, að láta ekki mikið á sér bera.