Morgunn


Morgunn - 01.06.1956, Side 14

Morgunn - 01.06.1956, Side 14
8 MORGUNN barnslega traust. En hvaðan kom Jesú þessi vissa, þetta traust? Ég svara óhikað: Að innan og að ofan, — að inn- an úr dýpstu fylgsnum sálar hans, og að ofan úr æðri ver- öldu, sem hann hafði ljóst og fullkomið samband við bein- línis, en Markús Árelíus aðeins óbeinlínis. Þess er að vísu ekki getið, að Jesús hafi nokkurn tíma tekið eða þurft að taka sinnaskiptum. Hann var „einfædd- ur“ andlega, ekki „tvífæddur" eða endurfæddur eins og Páll postuli. En eins og stendur í frásögninni um skírn Jesú, þá virðist svo sem þá hafi hann orðið fyrir æðri opinberun eða vígslu, opinberun um æðra heim, sem hann hefir áður lifað í óbeinu sambandi við, og vígslu til þeirr- ar köllunar, að boða mönnum þau sannindi, sem honum höfðu verið opinberuð; og kjarni kenningar Jesú, kjarni kristindómsins er þetta: „Elska skaltu drottinn guð þinn af öllu hjarta, og náungann eins og sjálfan þig“. En hvern- ig þarf guð að vera, til þess að vér getum elskað hann? Ég ætla ekki að fara út í það mál hér, en sú spurning ætti að gera út af við allar kenningar um eilífa útskúfun. En það getur oft verið erfitt að trúa á kærleika guðs. Út frá venjulegri reynslu þessa heims, án tillits til annars heims, tel ég það erfitt hugsandi mönnum með augun opin. Til þess að það verði auðveldara, sé ég tvær leiðir, — og er önnur sú, sem dulspekingar fara, — að reyna að kom- ast í nánara samband við innstu rót tilverunnar, og finna að hún er óendanlegur máttur og óendanlegur kærleikur, — og hitt er leið dularfullra fyrirbrigða í þrengri merk- ingu. Sá hluti reynslu minnar, sem ég geri að umtalsefni hér, liggur, að mínu áliti, á takmörkum þessara tveggja leiða. Því er svo farið með mig, eins og svo ótal marga aðra, að ég hefi oft bæði séð, heyrt og skynjað hluti, sem ég veit að eru ekki af þessum heimi. En allar eiga þessar skynjanir það sameiginlegt, að ég vildi ekki hafa farið á mis við þær, þær hafa stækkað sjóndeildarhringinn, og veitt mér innsýn inn í heima, sem virðast vera bæði ofar J
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.