Morgunn - 01.06.1956, Page 14
8
MORGUNN
barnslega traust. En hvaðan kom Jesú þessi vissa, þetta
traust? Ég svara óhikað: Að innan og að ofan, — að inn-
an úr dýpstu fylgsnum sálar hans, og að ofan úr æðri ver-
öldu, sem hann hafði ljóst og fullkomið samband við bein-
línis, en Markús Árelíus aðeins óbeinlínis.
Þess er að vísu ekki getið, að Jesús hafi nokkurn tíma
tekið eða þurft að taka sinnaskiptum. Hann var „einfædd-
ur“ andlega, ekki „tvífæddur" eða endurfæddur eins og
Páll postuli. En eins og stendur í frásögninni um skírn
Jesú, þá virðist svo sem þá hafi hann orðið fyrir æðri
opinberun eða vígslu, opinberun um æðra heim, sem hann
hefir áður lifað í óbeinu sambandi við, og vígslu til þeirr-
ar köllunar, að boða mönnum þau sannindi, sem honum
höfðu verið opinberuð; og kjarni kenningar Jesú, kjarni
kristindómsins er þetta: „Elska skaltu drottinn guð þinn
af öllu hjarta, og náungann eins og sjálfan þig“. En hvern-
ig þarf guð að vera, til þess að vér getum elskað hann? Ég
ætla ekki að fara út í það mál hér, en sú spurning ætti að
gera út af við allar kenningar um eilífa útskúfun.
En það getur oft verið erfitt að trúa á kærleika guðs.
Út frá venjulegri reynslu þessa heims, án tillits til annars
heims, tel ég það erfitt hugsandi mönnum með augun opin.
Til þess að það verði auðveldara, sé ég tvær leiðir, — og
er önnur sú, sem dulspekingar fara, — að reyna að kom-
ast í nánara samband við innstu rót tilverunnar, og finna
að hún er óendanlegur máttur og óendanlegur kærleikur,
— og hitt er leið dularfullra fyrirbrigða í þrengri merk-
ingu.
Sá hluti reynslu minnar, sem ég geri að umtalsefni hér,
liggur, að mínu áliti, á takmörkum þessara tveggja leiða.
Því er svo farið með mig, eins og svo ótal marga aðra,
að ég hefi oft bæði séð, heyrt og skynjað hluti, sem ég
veit að eru ekki af þessum heimi. En allar eiga þessar
skynjanir það sameiginlegt, að ég vildi ekki hafa farið á
mis við þær, þær hafa stækkað sjóndeildarhringinn, og
veitt mér innsýn inn í heima, sem virðast vera bæði ofar
J