Morgunn


Morgunn - 01.06.1956, Side 15

Morgunn - 01.06.1956, Side 15
MORGUNN 9 og neðar þessum heimi. Ég ætla fyrst að lýsa þeim undur- samlegu sviðum, sem mér hefir verið leyft að skyggnast inn í. Ég vil taka fram, að ég get ekki, hvenær sem er, komist í það ástand, sem virðist vera nauðsynlegt skilyrði þess, að hulunni sé lyft frá. Ég er í einhvers konar leiðslu, veit af mér bæði hér og þar, — ég er ýmist dálítið fyrir ofan stólinn, sem ég sit í, eða einhvers staðar nálægt hon- um, en yfirleitt ekki svo laus við líkamann, að ég sjái sjálfa mig í stólnum. Ég vil þó geta þess hér, til gamans, að einu sinni í Menntaskólanum, í stærðfræðitíma hjá Ólafi Dan, kom það fyrir mig, þegar ég stóð uppi við töflu, og kunni víst ekki allt of vel, þá fann ég, að ég var um leið í stóln- um aftur í bekk, og sá aftan á sjálfa mig uppi við töflu. Ég hafði skýrari meðvitund í stólnum, þar sem líkaminn var ekki, því ég man svo skýrt, hvernig ég leit út aftan frá. Hve lengi þetta hefir staðið, að ég var svona á tveim stöðum, veit ég ekki, en ég man eftir því, að kennarinn horfði hissa á mig, þegar ég rankaði við mér og var öll í Hkamanum aftur, — og hefir honum eflaust sýnzt ég vera eitthvað skrítin eða viðutan, eins og ég líka var, í bók- staflegri merkingu orðsins. Um leið og ég kemst í þetta leiðsluástand, sem ég lýsti áðan, þá hverfa allir veggir, og fjarlægðarskyn mitt breyt- ist þannig, að ég sé jafnskýrt það, sem er í órafjarlægð, t. d. tind á fjalli, sem blámar yzt við sjónarrönd, eins og það, sem mér finnst vera við fætur mér, — ég get grand- skoðað hverja steinvölu og nibbu fjallsins, og séð djúpt niður í krónublöð blóma, sem vaxa þar í hlíðum, án þess að mér virðist ég hafa fjarlægzt nema lítið eitt stólinn, sem ég sit á. Þessi svið eru gædd undursamlegri fegurð og lífmagni, — manni finnst hvert blóm svo lifandi, svo undarlega lifandi, á annan hátt en blómin hér hjá okkur, á jarðarsviðinu. Það er eins og allt í umhverfinu sé gætt svo sterkum, sjálfstæðum og þó svo mjúklega mildum per- sónuleika, að jafnvel steinarnir fá á sig þessa lifandi feg- urð og töfra.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.