Morgunn


Morgunn - 01.06.1956, Side 16

Morgunn - 01.06.1956, Side 16
10 MORGUNN Ef ekki væri eitthvað, sem knýr mann til þess að leita lengra, skyggnast lengra inn í dulardjúp tilverunnar, þá gæti þetta umhverfi, sem ég lýsti, og önnur því lík, verið uppspretta og heimkynni sælunnar og friðarins í langan tíma. Stundum sé ég hópa af fólki, en þá er það helzt inni í einhverjum sal eða bænahúsi, og þá hefi ég alltaf sterka tilfinningu um það, að það er þar samankomið í sérstök- um, ákveðnum tilgangi. Þá eru litbylgjur í unaðsfögru litaskrúði á iði fyrir ofan og umhverfis mannfjöldann, og gullnir geislar streyma út frá hópnum, — en mestur ljóm- inn og krafturinn frá þeim, sem ég sé innstan í salnum. Sú vera er svo dásamlega fögur og heillandi, frá henni streymir svo mikill kærleikur, og yfir henni er sú tign og dýrð, að það er eins og maður hálf-leysist upp og verði að einhverri titrandi móðu, — maður á sig ekki sjálfan leng- ur, en er svo gagntekinn sælu og svimandi öryggistilfinn- ingu, að manni finnst allt annað einskisvirði, ef manni aðeins mætti auðnast að dvelja í návist þessarar veru og eiga þar heima í raun og sannleika. Stundum er svona dýrðleg vera ein á ferð, en hún færir alltaf með sér sömu sælutilfinninguna. En þó að landslagið sé óendanlega margbreytilegt í feg- urð sinni á þessum sviðum, þá er það sálarástandið, sem ég kemst í, sem er sameiginlegt þessum yndislegu augna- blikum. Það er fyrst og fremst friðurinn, sem kemur yfir sálina, öryggistilfinningin, að öllu sé óhætt, allt sé á réttri leið, þó hægt miði áfram, — og svo þessi sterka tilfinning um allsstaðar-nálægð guðs, kærleikurinn streymir inn í sálina úr öllum áttum, og maður fyllist svo mikilli hrifn- ingu og sælu, að því fá engin orð lýst. Maður skyldi nú kannske halda, að þegar þessar sýnir hverfa, þá fyndist manni hinn jarðneski veruleiki grár og ömurlegur, en það er öðru nær. Þetta gefur einmitt jarð- lífinu aukið gildi, fullvissan um nálægð guðs og hand- leiðslu verður sterkari, að hafa fundið kærleika hans anda
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.