Morgunn - 01.06.1956, Qupperneq 16
10
MORGUNN
Ef ekki væri eitthvað, sem knýr mann til þess að leita
lengra, skyggnast lengra inn í dulardjúp tilverunnar, þá
gæti þetta umhverfi, sem ég lýsti, og önnur því lík, verið
uppspretta og heimkynni sælunnar og friðarins í langan
tíma.
Stundum sé ég hópa af fólki, en þá er það helzt inni í
einhverjum sal eða bænahúsi, og þá hefi ég alltaf sterka
tilfinningu um það, að það er þar samankomið í sérstök-
um, ákveðnum tilgangi. Þá eru litbylgjur í unaðsfögru
litaskrúði á iði fyrir ofan og umhverfis mannfjöldann, og
gullnir geislar streyma út frá hópnum, — en mestur ljóm-
inn og krafturinn frá þeim, sem ég sé innstan í salnum.
Sú vera er svo dásamlega fögur og heillandi, frá henni
streymir svo mikill kærleikur, og yfir henni er sú tign og
dýrð, að það er eins og maður hálf-leysist upp og verði að
einhverri titrandi móðu, — maður á sig ekki sjálfan leng-
ur, en er svo gagntekinn sælu og svimandi öryggistilfinn-
ingu, að manni finnst allt annað einskisvirði, ef manni
aðeins mætti auðnast að dvelja í návist þessarar veru og
eiga þar heima í raun og sannleika. Stundum er svona
dýrðleg vera ein á ferð, en hún færir alltaf með sér sömu
sælutilfinninguna.
En þó að landslagið sé óendanlega margbreytilegt í feg-
urð sinni á þessum sviðum, þá er það sálarástandið, sem
ég kemst í, sem er sameiginlegt þessum yndislegu augna-
blikum. Það er fyrst og fremst friðurinn, sem kemur yfir
sálina, öryggistilfinningin, að öllu sé óhætt, allt sé á réttri
leið, þó hægt miði áfram, — og svo þessi sterka tilfinning
um allsstaðar-nálægð guðs, kærleikurinn streymir inn í
sálina úr öllum áttum, og maður fyllist svo mikilli hrifn-
ingu og sælu, að því fá engin orð lýst.
Maður skyldi nú kannske halda, að þegar þessar sýnir
hverfa, þá fyndist manni hinn jarðneski veruleiki grár og
ömurlegur, en það er öðru nær. Þetta gefur einmitt jarð-
lífinu aukið gildi, fullvissan um nálægð guðs og hand-
leiðslu verður sterkari, að hafa fundið kærleika hans anda