Morgunn - 01.06.1956, Page 20
Blindi miðillinn Cecil Husk.
★
Cecil Husk andaðist árið 1920, en enn er verið að birta
minningar þeirra, sem sátu fundi hans. Hann var upp-
runalega söngvari, en sakir sjónleysis, sem ágerðist, unz
hann var orðinn blindur, varð hann að hætta að syngja
opinberlega á miðjum aldri. En þá komu fram hjá honum
óvenju sterkir miðilshæfileikar, einkum fyrir líkamleg
fyrirbæri. Sjálfstæðar raddir heyrðust tala umhverfis
hann, þungir hlutir hófust í loft upp í návist hans, án þess
mannlegar hendur snertu þá, og líkamningafyrirbæri
gerðust.
Sumir merkustu sálarrannsóknamenn aldamótakynslóð-
arinnar rannsökuðu fyrirbrigðin, sem á fundum hans
gerðust, og fyrirbrigði hans áttu hvað ríkastan þátt í að
sannfæra suma áhrifamestu og merkustu spíritista þeirra
tíma. Einna flesta fundi með honum sat hinn frægi vís-
indamaður, Sir William Crookes. Hann gerði kröfur til að
beita vísindalegum varúðarráðstöfunum. Á öllum þeim
fjölda funda, er hann sat með „blinda miðlinum“, taldi
hann sig e. t. v. einu sinni hafa haft ástæðu til að gruna,
að brögð væru í tafli, en lýsti yfir um leið, að sá grunur
sinn væri órökstuddur.
Cecil Husk var kominn nokkuð á áttræðisaldur, er hann
andaðist, og mun þá hafa verið hættur miðilsstarfi fyrir
nokkuru, svo að fækkandi fer þeim hér í heimi, er sátu
fundi hans, en fyrir skömmu birti blaðið Ps. News þessa
frásögn Clifford Buttles (þessi fundarfrásögn hefir ekki
verið birt fyrr):
Fyrir um það bil fimmtíu árum fékk ég — ásamt öðr-
um — tilboð frá frú Creig, gistihússeiganda í Benfleet,