Morgunn - 01.06.1956, Side 21
MORGUNN 15
um að sitja fund hjá blinda miðlinum Cecil Husk. Fundur-
inn var ætlaður fyrir líkamningafyrirbæri.
Við komum á fundarstaðinn á fimmtudagskvöldi. Á
miðju gólfi fundarherbergisins stóð stórt, hringlagað
mahognyborð, og umhverfis það einfaldir tréstólar. Cecil
Husk sat sjálfur í armstól og sneri baki að opnu eldstæði,
sem var tómt. Til vinstri handar við hann stóð auður stóll,
sem kona hans hafði setið í á öllum fundum hans, unz
sjúkdómurinn batt enda á líf hennar. (Eftir það vildi hann
jafnan hafa stólinn vinstra megin við sig auðan. Þýð.)
Svört tjöld hengu fyrir gluggahlið herbergisins, frá
horni til horns, til þess að byrgja ljósið að utan úti. í þetta
sinn var herbergið lýst upp með logandi kerti, sem stóð á
miðju borðinu. Auk þess voru þar tvö sjálflýsandi spjöld
og strengjahljóðfæri nokkurt.
Mér var gefið leyfi til að athuga nánara þetta undar-
lega hljóðfæri. Það var um það bil fimmtán þumlungar
á lengd og þrír þumlungar á breidd. Strengirnir voru úr
skínandi stálþráðum og sægur af járnprjónum á báðum
endum til að festa þræðina. Og svo voru þræðirnir þéttir,
að stækkunargler hefði þurft til að sjá bilið á milli
þeirra.
Herra Husk varð var við forvitni mína, og þá bauð hann
mér að skoða járngjörð, sem var utan um annan úlnlið
hans. Járnsmiður nokkur hafði soðið saman hringinn utan
Um vinstra úlnliðinn. Á fundi hafði hringurinn verið af-
líkamaður, en hafði líkamast aftur utan um hægra úlnlið
miðilsins, og þar sat hann síðan.
Það, sem næst vakti athygli mína í tilraunaherberginu,
var geysilega stór spiladós, sem var of þung og erfið fyrir
einn mann til að lyfta henni. Sveifin var svo stór, að ekki
var unnt að snúa henni til að draga spiladósina upp, þar
sem hún stóð á gólfinu.
Við biðum stundarkorn eftir síðustu fundargestunum,
og síðastur þeirra kom Sir William Crookes inn í herberg-
ið. Hann settist mér til vinstri handar, en hægra megin