Morgunn


Morgunn - 01.06.1956, Qupperneq 21

Morgunn - 01.06.1956, Qupperneq 21
MORGUNN 15 um að sitja fund hjá blinda miðlinum Cecil Husk. Fundur- inn var ætlaður fyrir líkamningafyrirbæri. Við komum á fundarstaðinn á fimmtudagskvöldi. Á miðju gólfi fundarherbergisins stóð stórt, hringlagað mahognyborð, og umhverfis það einfaldir tréstólar. Cecil Husk sat sjálfur í armstól og sneri baki að opnu eldstæði, sem var tómt. Til vinstri handar við hann stóð auður stóll, sem kona hans hafði setið í á öllum fundum hans, unz sjúkdómurinn batt enda á líf hennar. (Eftir það vildi hann jafnan hafa stólinn vinstra megin við sig auðan. Þýð.) Svört tjöld hengu fyrir gluggahlið herbergisins, frá horni til horns, til þess að byrgja ljósið að utan úti. í þetta sinn var herbergið lýst upp með logandi kerti, sem stóð á miðju borðinu. Auk þess voru þar tvö sjálflýsandi spjöld og strengjahljóðfæri nokkurt. Mér var gefið leyfi til að athuga nánara þetta undar- lega hljóðfæri. Það var um það bil fimmtán þumlungar á lengd og þrír þumlungar á breidd. Strengirnir voru úr skínandi stálþráðum og sægur af járnprjónum á báðum endum til að festa þræðina. Og svo voru þræðirnir þéttir, að stækkunargler hefði þurft til að sjá bilið á milli þeirra. Herra Husk varð var við forvitni mína, og þá bauð hann mér að skoða járngjörð, sem var utan um annan úlnlið hans. Járnsmiður nokkur hafði soðið saman hringinn utan Um vinstra úlnliðinn. Á fundi hafði hringurinn verið af- líkamaður, en hafði líkamast aftur utan um hægra úlnlið miðilsins, og þar sat hann síðan. Það, sem næst vakti athygli mína í tilraunaherberginu, var geysilega stór spiladós, sem var of þung og erfið fyrir einn mann til að lyfta henni. Sveifin var svo stór, að ekki var unnt að snúa henni til að draga spiladósina upp, þar sem hún stóð á gólfinu. Við biðum stundarkorn eftir síðustu fundargestunum, og síðastur þeirra kom Sir William Crookes inn í herberg- ið. Hann settist mér til vinstri handar, en hægra megin
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.