Morgunn


Morgunn - 01.06.1956, Qupperneq 26

Morgunn - 01.06.1956, Qupperneq 26
20 MORGUNN Eina klaustrið, sem nú er á íslandi, Karmelsystra- klaustrið í Hafnarfirði, er af þeirri grein klaustra, sem telja má Teresu höfund að. Hitt er mér ekki kunnugt, hvort andi hennar lifir þar innan klausturmúranna, eða lífi hennar er lifað þar. Teresa var afburðakona um flest. Vitsmunir hennar voru miklir. Þrek hennar var næstum ótrúlegt. Andríki hennar var glæsilegt. í sál hennar brann til dánardægurs eldlegur áhugi, sem bar hana fram til sigurs þar, sem flestir aðrir hefðu beðið ósigur. Sá heilagi eldur brann í sálu hennar enn, þegar hún andaðist 67 ára gömul. Og yfir henni hvíldi þá enn sá yndisþokki hinnar ungu aðalsmeyj- ar, sem hálfri öld áður hafði hitað hjörtum ungra manna, og þó var líkami hennar þá orðinn eins og visið strá. Teresa var fædd í bænum Avila á Spáni 28. marz árið 1515, af virðulegri, gamalli, spánskri aðalsætt. Móðir hennar dó kornung frá mörgum börnum, en hin spánska lund var létt. Þjóðin var stórauðug á þeim tímum og vold- ug, og í sjálfsævisögu sinni segir Teresa frá hinu létta og glaða æskulífi sínu í föðurhúsunum. Sjálfsagt hefir snemma borið á gáfum hennar, því að hún fékk að læra mikið og las kynstrin öll af ýmiskonar bókum, eftir því sem þá gerðist. Á æskuárum skrifaði hún smásögu, sem vakti allmikla athygli, bæði vegna ritsnilldar og eins vegna þess, að spönsk stúlka skyldi ráðast í það djarfa verk, að skrifa skáldsögu. Bernskan leið við gleði og glaum í þessu barnmarga og glæsilega aðalsmannsheimili. Æskuárin runnu upp, og í ævisögu sinni segir Teresa: „Ég fór að hugsa mikið um fötin mín. Mig fór að langa til að líta vel út í augum ann- arra. Ég lagði mikla rækt við hendur mínar og hár og ég notaði ilmvötn, andlitsfarða og hvers konar hégóma“. Æskuheimilið hennar fylltist af ungum aðdáendum. Yndisþokki hennar, fegurð, gáfur og geislandi æskufjör var beinlínis haft að orðtaki, en hreinleika hennar efaði enginn, og hún var hamingjusöm stúlka. Framtíðin virt-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.