Morgunn - 01.06.1956, Side 29
MORGUNN
23
henni annað og glæstara líf. En þegar myndirnar frá hinu
fagnaðarríka innra lífi, sem hún hafði fengið forsmekk
af í klaustrinu, svifu henni fyrir sjónum, dróst hún aftur
nær því að ganga endanlega í klaustur.
Hún fór heim til Maríu systur sinnar, og þá var tening-
unum kastað. Hún skrifaði föður sínum þaðan, að hún
væri einráðin í að ganga í klaustur.
Paðir hennar varð ævareiður og lagði blátt bann við
ákvörðun hennar. Teresa hraðaði sér á fund föður síns og
rökræddi málið við hann. Að kvöldi dags á Allra sálna
naessu fór hún að heiman með fullu samþykki föður síns,
barði að dyrum í Encarnacionklaustrinu og baðst inn-
göngu. Teresa hafði ævinlega seiðmögnuð áhrif á um-
hverfi sitt, og að þessu sinni fór hún ekki ein að heiman.
Bróðir hennar fylgdi henni, kvaddi hana við klausturdyrn-
nr, gekk sjálfur í klaustur og gerðist munkur.
Teresa gekk inn um klausturdyrnar viljaföst og ákveð-
in, en engan veginn með nokkurri brennandi hrifning. í
aevisögu sinni segir hún, að slík kvöl hafi það verið sér að
kveðja æskuhéimilið sitt með öllum glöðu minningunum
um æskuárin, að hún trúi því ekki, að dauðastríð sitt verði
erfiðara.
Á fyrsta klausturárinu fann hún mikla gleði. Með mikl-
um árangri lagði hún stund á líkamlegar og andlegar æf-
ingar, og falleg, gáfuð, menntuð og ljúflynt varð hún allra
hugljúfi. Þá veiktist hún enn hættulega. En vegna þess, að
Encarnacion var ekki lokað klaustur, fékk faðir hennar
að taka hana heim til sín til að láta hjúkra henni. í langri
sjúkdómslegu dýpkaði trúarlíf hennar. Hún las mikið og
þjálfaði sig í stöðugri bænaiðju. 1 bæninni féll hún tíðum
i einhvers konar trans og sá miklar og fagrar sýnir. Sam-
félagslíf í bæninni við æðri verur varð henni æ tamara.
Sú reynsla fyllti hana sælu og þreki. Mánuðum saman
þoldi hún óskaplegar sjúkdómsþrautir, m. a. af heimsku-
legum aðgerðum læknanna, sem stunduðu hana. En vilja-
festa hennar var ótrúleg, og nær sem hún hresstist, skrift-