Morgunn - 01.06.1956, Blaðsíða 30
24
MOEGUNN
aði hún, prófaði sjálfa sig og leitaði þess, sem Guði kynni
að vera andstætt í fari hennar.
Eftir eins árs fjarveru kom hún í klaustrið aftur, og
var þá hrum að sjá, eins og gömul kona. En hún hló og
gerði að gamni sínu, þótt hún gæti ekki gengið upprétt.
Hún var þá rétt um tvítugt. I átta mánuði var hún sjúkl-
ingur í sjúkrastofu klaustursins, en þá lét hún flytja sig
í klefa sinn, svo að hún gæti fengið næði til guðrækniiðk-
ana sinna og þeirrar andlegu þjálfunar, sem hún vildi
stunda. í löngum veikindum hafði hún orðið að hugsa
mikið um sjálfa sig, til að ná heilsu. Nú vildi hún fá næði
til að hugsa eingöngu um Guð og vilja hans. Með leiftrandi
andríki og sálfræðilegri glöggskyggni segir hún frá því í
ævisögu sinni, hvílíka sælu hún hafi lifað í heimi hugleið-
inga, vitrana og bæna um þetta skeið ævinnar, er hún
fylgdist með því, hvernig eigin vilji hennar var að smá-
deyja, en vilji Guðs að taka sæti hans. Þá sælu segir hún
svo djúpa, að fegin hefði hún dáið eilífum dauða fyrir eitt
slíkt augnablik. í þrjú ár var hún að ná fullum kröftum.
Þá reis hún upp úr sjúkdóminum í fullum b'lóma, sterkari,
glaðari, hraustari en hún hafði nokkuru sinni verið fyrr.
Allt líf Teresu var barátta. Allt varð hún sjálf að prófa.
Hún tók engar kenningar annarra gildar fyrr en hún var
sjálf búin að sannreyna gildi þeirra í harðri, innri bar<-
áttu. En umburðarlynd og viðmótsþýð var hún við aðrá,
þótt hún væri ósveigjanlega ströng við sjálfa sig. í innrí
baráttu þessara ára, bænum og vitrunum hafði hún eign-
azt hærri hugsjónir en aðrir, og þess vegna biðu hennar
nú erfið ár í Encarnacion.
Regluhaldið í klaustrinu var afar frjálslegt. Nunnurnar
máttu koma og fara því nær að eigin vild, ef þær gættu
aðeins hinna fyrirskrifuðu guðrækniiðkana í kirkjunni
og klefum sínum á réttum tíma. Þær áttu vinkonur óg
vini í bænum, sem tíðum komu að máltíðum þeirra í
klaustrinu, svo að úr þessu varð hreinasta samkvæmislíf.
Sakir andlegra og líkamlegra yfirburða sinna varð Teresa