Morgunn


Morgunn - 01.06.1956, Síða 31

Morgunn - 01.06.1956, Síða 31
MORGUNN 25 iljótlega hinn sjálfkjörni miðdepill í þessu samkvæmislífi. Æskuvinir hennar, ungar konur og ungir menn, söfnuðust utan um hana og sátu við borð hennar, svo að með þessu fékk hún allmikla uppbót á því, sem hún hafði fórnað af ®eskugleði sinni, er hún geklc í klaustur. En undir niðri var hún óánægð með þetta samkvæmis- líf í klaustrinu. Henni var ljóst, að til þess konar lífs hafði Guð ekki kallað hana. Með þessu móti gat líf hennar ekki °rðið meira en hálft, en Teresu nægði aldrei hálfur leikur í neinu. Margoft stóð hún upp frá borðhaldinu hrygg í ^uga og óánægð, þótt augu hinna glöðu borðgesta fylgdu henni eftir með aðdáun. Hún gekk inn í klefa sinn og baðst þá lengi fyrir, en vinaböndin gat hún enn ekki slit- !ð. Svo var það einhverju sinni, er hún var í djúpri bæna- ^ðkun, að Kristur birtist henni, og á sama augnabliki varð henni ljóst, að líf hennar væri honum ekki þóknanlegt. Um þetta leyti varð faðir hennar mjög veikur, og fór hún heim til að hjúkra honum. Skömmu síðar dó hann, og uú voru öll böndin við æskuheimilið slitin. Af níu bræðr- um hennar voru sjö fyrir vestan haf og einn í klaustri. Systur hennar tvær voru í fjarlægð, og eftirlætisbróðir hennar, Rodrigo, dó skömmu á eftir föður þeirra. Teresa var nú orðin fulltíða kona. Æskublóminn fór að fölna, en fegurð hennar varð æ andlegri. í andlegum iðk- unum sínum náði hún æ hærra og hærra flugi, sýnir henn- ur urðu æ háleitari, samfélagslífið við ójarðneska veröld varð henni æ meiri og meiri veruleikur. En lífið í Encarna- cionklaustri nægði henni ekki, það var hálfleikur, sem hún gat ekki sætt sig við, og loks opnuðust augu hennar fyrir Pví, hver væri vilji Guðs með hana: í lokuðu klaustri átti hún að lifa samfélagslífi með nunnum, sem brotið höfðu allar brýr að baki sér og lifðu Guði einum. Hún ákvað að fylgja vilja Guðs og láta það kosta hvað sem vera skyldi. Nú urðu fullkomin þáttaskil í lífi hennar og sú barátta hófst, sem entist henni fram í dauðann. Vit- andi vits og með opnum augum gekk hún út í þessa bar-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.