Morgunn


Morgunn - 01.06.1956, Side 34

Morgunn - 01.06.1956, Side 34
28 MORGUNN ekki. Fótgangandi lagði hún upp í hverja ferðina af ann- arri til að leita stuðnings þeirra, sem hún hafði hugboð um að væru sér hliðhollir. Öllum hindrunum ruddi hún úr vegi, og loks rann upp sú stund, að hún fluttist með tólf systrum í nýja klaustrið, þar sem beið þeirra jarðnesk örbirgð. Teresa var uppljómuð himneskum fögnuði daginn, sem hún gekk hvítklædd með tólf systrum upp að altarinu og fékk heilaga vígslu. En miklir erfiðleikar biðu þeirra. Fá- tæktin var mikil, húsið var slæmt og kalt, og þrásinnis urðu systurnar að leggja á sig aukaföstur af þeirri ástæðu einni, að enginn brauðbiti var til í klaustrinu. En andi Teresu sveif yfir vötnunum. Það var eins og allar dætur hennar — sem hún nefndi svo — drykkju í sig þrótt af þrótti hennar og gleði af gleði hennar, og regluhaldið í klaustrinu varð hið fegursta. Enn hófust nýjar ofsóknir. Príorinnan í Encarnacion krafðist þess, að klaustur Teresu yrði lagt niður og syst- urnar allar reknar þaðan, vegna þess að Teresa hefði kom- ið hreyfingunni af stað til þess eins að vekja á sér athygli og aðdáun, og sýnir hennar og vitranir væru uppspuni og blekking. Kirkjustjórnin í Avila var á bandi príorinnunn- ar, og Teresa kom fyrir rétt í Encarnacion. Þar stóð hún ein og yfirgefin andspænis 200 andstæðingum. Enginn talaði máli hennar, ekki einn af hundruðunum annar en hún sjálf. Hún varði mál sitt af myndugleika og festu, en með rósemi og auðmýkt. Þannig var málsvörn hennar ævinlega. Nú var hún úrskurðuð í gæzluvarðhald og máli hennar skotið til dómstólanna. Kirkjuþjónn nokkur fór með múg manns að klaustri hennar til að loka því og reka systurnar burt. En dætur Teresu höfðu öðlazt nokkuð af þreki henn- ar. Þær læstu klaustrinu, ógnuðu mannfjöldanum með því að neita að ganga út, og skoruðu jafnvel á fyrirliðann að koma inn í klaustrið, ef hann þyrði að standa þar til aug- iitis við dóm Guðs og reiði.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.