Morgunn


Morgunn - 01.06.1956, Page 36

Morgunn - 01.06.1956, Page 36
30 M 0 R G U N N vini sínum. Kvöldið, sem hún kom þangað, var henni sýnd opinber andstaða og háðung á marga lund. En þegar hún fór frá Medina del Campo, var klaustrið komið upp, prest- ur ráðinn og hús keypt handa honum. Frá Avila hafði hún lagt af stað með nokkra smápeninga í vasanum. Á heimleiðinni kom hún við í Madrid. Nú var hún orðin víðkunn kona, og í höfuðborginni var hún í hávegum höfð af tignasta fólki Spánar. Menn sóttust eftir að sjá hana og gera henni heimboð. Nú var æskufegurð hennar fölnuð, en hin roskna nunna vakti enn mikla athygli vegna yndis- þokka síns, og með glæsilegum yfirburðum sínum vann hún málefni sínu marga stuðningsmenn. Frá Madrid hélt hún til Toledo til að hitta gamlan aðdáanda, stórauðuga hefðarkonu. Hún lagði fram alla fjármuni til að stofna nýtt klaustur, og í það gengu margar konur af tignustu ættum Spánar. En einmitt af þessu klaustri, sem Teresa hafði minnst fyrir að stofna, hlaut hún einnig minnsta gleði. Um þessar mundir dó auðugur aðalsmaður, sem arf- leiddi Teresu að mikilli húseign. Innan skamms var hún búin að stofna klaustur þar. Vinum hennar sýndist nú hún vera orðin ískyggilega þreytt. En sál hennar brann. Þar féll eldur hugsjónar- innar aldrei í fölskva. Það var eins og allar hindranir hörfuðu úr vegi fyrir þessari þreyttu konu. Og alltaf reyndist enn sem fyrr, að þegar vinir hennar töldu allar leiðir lokaðar fyrir áformum hennar, eygði hún leið. Hún var vökumaður og sjáandi, sem sá hið komanda á undan öllum öðrum. Nú ákvað hún að stofna munkaklaustur, og til hjálpar fékk hún merkan mann, Johan di Cruce, sem síðar varð einn af höfuðdýrlingum Spánverja, afburðamann að vits- munum og heilögu lífi, að rómversk-kaþólskum skilningi. Nú varð hún að berjast gegn mikilli andspyrnu úr mörg- um áttum, og auk þess fór gamall sjúkdómur aftur að gera vart við sig. En hún vann því nær nætur og daga, og sár-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.