Morgunn - 01.06.1956, Síða 36
30
M 0 R G U N N
vini sínum. Kvöldið, sem hún kom þangað, var henni sýnd
opinber andstaða og háðung á marga lund. En þegar hún
fór frá Medina del Campo, var klaustrið komið upp, prest-
ur ráðinn og hús keypt handa honum. Frá Avila hafði hún
lagt af stað með nokkra smápeninga í vasanum.
Á heimleiðinni kom hún við í Madrid. Nú var hún orðin
víðkunn kona, og í höfuðborginni var hún í hávegum höfð
af tignasta fólki Spánar. Menn sóttust eftir að sjá hana
og gera henni heimboð. Nú var æskufegurð hennar fölnuð,
en hin roskna nunna vakti enn mikla athygli vegna yndis-
þokka síns, og með glæsilegum yfirburðum sínum vann
hún málefni sínu marga stuðningsmenn. Frá Madrid hélt
hún til Toledo til að hitta gamlan aðdáanda, stórauðuga
hefðarkonu. Hún lagði fram alla fjármuni til að stofna
nýtt klaustur, og í það gengu margar konur af tignustu
ættum Spánar. En einmitt af þessu klaustri, sem Teresa
hafði minnst fyrir að stofna, hlaut hún einnig minnsta
gleði. Um þessar mundir dó auðugur aðalsmaður, sem arf-
leiddi Teresu að mikilli húseign. Innan skamms var hún
búin að stofna klaustur þar.
Vinum hennar sýndist nú hún vera orðin ískyggilega
þreytt. En sál hennar brann. Þar féll eldur hugsjónar-
innar aldrei í fölskva. Það var eins og allar hindranir
hörfuðu úr vegi fyrir þessari þreyttu konu. Og alltaf
reyndist enn sem fyrr, að þegar vinir hennar töldu allar
leiðir lokaðar fyrir áformum hennar, eygði hún leið. Hún
var vökumaður og sjáandi, sem sá hið komanda á undan
öllum öðrum.
Nú ákvað hún að stofna munkaklaustur, og til hjálpar
fékk hún merkan mann, Johan di Cruce, sem síðar varð
einn af höfuðdýrlingum Spánverja, afburðamann að vits-
munum og heilögu lífi, að rómversk-kaþólskum skilningi.
Nú varð hún að berjast gegn mikilli andspyrnu úr mörg-
um áttum, og auk þess fór gamall sjúkdómur aftur að gera
vart við sig. En hún vann því nær nætur og daga, og sár-