Morgunn - 01.06.1956, Blaðsíða 37
MORGUNN
31
veik tók hún með ljúflyndi á móti hverjum þeim, sem vildi
hafa tal af henni. En nú voru þeir orðnir margir. Hún
skrifaði vinum sínum löng og merkileg bréf og sendi stöð-
ugar leiðbeiningar til allra klaustranna sinna. Munka-
klaustrið komst upp í Duruelo, og Teresa var himinlifandi,
Því að bræðurnir voru henni mjög að skapi og regluhaldið
hið fegursta.
Enn stofnaði hún klaustur í Pastrana og í Alba di Tor-
Uies. En nú biðu hennar miklir erfiðleikar. I Pastrana
voru þær Teresa og nunnur hennar gestir prinsessunnar
af Eboli, voldugustu og auðugustu konu Spánar. Hún varð
afar hrifin af Teresu og fékk lánað handritið að ævisögu
hennar gegn því loforði að láta engan annan sjá það. En
Prinsessan hélt ekki orð sitt, og jafnvel þjónarnir í höll-
inni komust í handritið og lásu það. Vitranir hennar urðu
afbakaðar og rangfærðar á hvers manns vörum í höllinni,
Teresu til mikils sársauka. Handritið týndist og lenti síð-
au hjá trúvillingadómstólnum. Prinsessan hafði lofað að
kosta klausturstofnun, en þegar Teresa neitaði að taka í
klaustrið stúlku, sem prinsessan krafðist að hún tæki, dró
hún sig í hlé með gjafir sínar. Teresa gafst ekki upp og
klaustrinu kom hún upp án hjálpar hinnar tignu konu.
Enn stofnaði hún klaustur í Toledo. Þar ritaði hún
nokkrar af fegurstu vitrunum sínum, dvaldist þar í eitt
ár og hafði yfirstjórn klaustranna í Valladolid og Medina.
I Medina biðu hennar vonbrigði. Yfirmaður reglunnar
krafðist þess að fá að kjósa klaustrinu príorinnu, en Ter-
esa hélt fast á rétti sínum og allar systurnar stóðu með
henni. Hún var borin ofurliði og fyrsta verk nýju príor-
innunnar var að vísa Teresu úr klaustrinu. Hún hlýddi
tafarlaust og fór með einni tryggri nunnu út í frosthörku
°g stórhríð. Hún komst heim til Avila, og nú ætlaði hún
að njóta þar hvíldar, sem henni var orðin mikil nauðsyn
á, því að hún var bæði þreytt og sjúk. En enn var ekki til
setu boðið. Nú fékk hún þá afar óþægilegu skipun frá yfir-