Morgunn - 01.06.1956, Síða 49
43
MORGUNN
Þær veiktust báðar af barnaveiki og um hádegi á miðviku-
degi andaðist Jenny. Foreldrar Edith litlu gættu þess. vand-
lega að láta hana ekki vita, að vinkona hennar væri dáin,
til að gera hana ekki órólega. Og því til sönnunar, að það
tókst að halda þessu leyndu fyrir henni er það, að um há-
degi á laugardag, réttum þrem sólarhringum eftir að Jenny
dó, og rétt áður en Edith sjálf missti meðvitund, valdi
hún tvær myndir og bað að Jenny yrðu sendar þær með
kærri kveðju frá sér. Um kvöldið settist litla Edith upp í
rúmi sínu, tók að tala með fullri rænu og rósemi um dauð-
ann og kveðja ástvini sína. Hún fullyrti, að hún sæi hjá
sór látna vini, en skyndilega varð svipur hennar fullur
undrunar, og hún sagði: ,,ó, pabbi, á ég að fara með Jenny
u^eð mér? Hvers vegna sögðuð þið mér ekki, að hún væri
hér?“ Hún breiddi út faðminn og sagði: „Ó' Jenny, en
hvað mér þykir vænt um að þú ert hérna“. Innan stuttrar
stundar var Edith litla dáin.
Enginn hafði sagt henni, að litla vinkonan hennar væri
úáin, en hún sá hana hjá sér með öðru framliðnu fólki hjá
banabeði sínum, og í fylgd með henni fór hún af þessum
heimi. Sennilegt er, að foreldrum litlu stúlknanna hafi
orðið það mikil huggun, að vita þær hafa orðið samferða
af heiminum, svo náin hafði vinátta þeirra verið.
Prá þessu dæmi segir enn í bók Barretts, sem ég nefndi
áður:
Kona ofursta nokkurs í brezka hernum hafði viðhafnar-
boð fyrir vinkonur sínar og bað ungfrú Júlíu X., sem þá
var að gerast atvinnusöngkona, að koma og syngja fyrir
gestina. Gerði hún það. Nokkurum árum síðar varð of-
urstafrúin hættulega veik og bjóst við dauða sínum. En
Jafnvægi sínu hélt hún og rósemi. Maður hennar sat við
rúm hennar og var hún að ráðstafa eigum sínum, ef svo
kynni að fara' að hún dæi úr þessum sjúkdómi. Skyndi-
lega breytti hún um umtalsefni og sagði við mann sinn:
>,Heyrir þú raddirnar, sem syngja?“ Hann heyrði þær
ekki. Konan hélt áfram: „Ég hefi heyrt þær nokkurum