Morgunn - 01.06.1956, Síða 53
MORGUNN 47
a- m. k. tekizt að túlka það betur en hann gerir í þessum
Ijóðlínum:
Hvað er Guðs um geima
gröfin betri en sær?
Yfir alla heima
armur Drottins nær.
Engin trúarbrögð önnur kenna oss þennan sannleik
eins ljóslega og kristindómurinn, og mikill fjöldi svokall-
a3ra dularfullra fyrirbrigða staðfestir þessa kristilegu
kenning eins vel og á verður kosið. Segja má, að einstök
fyrirbæri, einstakar sögur af sýnum og vitrunum við
óánarbeðinn kunni sumar hverjar að hafa lítið sönnunar-
Sildi, því að hverja einstaka frásögn verður að vega og
tteta og skoða hana frá ýmsum hliðum. En sönnunar-
^agnið, sem í heild þessara fjölmörgu frásagna felst, er
mikið.
Eitt dæmi úr prestskaparreynslu minni langar mig að
tilfæra. Ég nota dulnefni, því að um leyfi hef ég ekki beð-
til að segja frá þessu atviki.
Gömul kona, sem ég þekkti vel, lá fyrir dauðanum á
tíræðisaldri. Hún var ekkja eftir síðari mann sinn, sem
hafði verið góðkunningi minn og sóknarbarn. Fyrir um
bað bil 70 árum hafði hún verið gift fyrra manni sínum
°g átt með honum eina dóttur, sem ég nefni Sigríði. Eftir
stutt hjónaband hafði konan misst mann sinn, og dóttur
sína síðar, eins eða tveggja ára gamla. Unga ekkjan flutt-
lst þá hingað til Suðurlands og giftist aftur hér syðra.
Varla kom það fyrir, að hún minntist við vini sína á þetta
fyrra hjónaband og þessa einu dóttur, sem hún eignaðist
°g missti. Nú átti hún heima hjá fósturdóttur sinni og
beið dauðans, karlæg og nær því blind.
Síðustu nóttina, sem hún lifði, hafði fósturdóttir henn-
ar> sem svaf í næsta herbergi, andvara á sér og kom hvað
eftir annað inn til gömlu konunnar. Hún talaði alltaf um